Færsluflokkur: Menning og listir

Mr. Skallagrímsson á leikferð

Leikhópurinn kominn til Stokkhólms. Með í för eru að sjálfssögðu Benedikt aðalstjarnan, Ögmundur Jóhannesson ljósamaður og Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét. Ferðin er farin fyrir styrk frá Norræna menningarsjóðnum og við notum tækifærið og efnum til kynningafunda bæði hér í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn þar sem bjóðum ferðaskrifstofum á svæðinu sem sérhæfa sig í að selja Ísland.

Við byrjuðum daginn á að sjá frábæra leiksýningu fyrir börn á öllum aldri í Peroleikhúsinu. Þar leikur Bára Magnússdóttir með þremur öðrum leikurum en leikstjóri er Peter Engkvist sá hinn sami og leikstýrði Benedikt. Það mátti sjá höfundarverk Peter á sýningunni. Hann hefur svo flott lag á að láta söguna lifna án allra hjálpartækja. Í þessari sýningu voru að vísu skrautlegir búningar og myndrænir effektar á tjaldi og mikil tónlist en hreyfingarnar og látbragð leikarans stóð uppúr. Áhorfendur voru á aldrinum fjögra til örugglega 84 og þó sýningin hafi tekið klukkutíma voru allir rólegir i sætum sínum og fylgdust með af áhuga.

Kynningarfundurinn með ferðaskrifstofunum hófst svo kl 11:30. Þangað komu fimm söluaðilar frá Icelandtravel og allir sem vinna í Leikhúsinu fylgdust með. Við ferðaþjónustfyrirtækin á Vesturlandir viljum vekja athygli þeirra sem selja ferðir til Íslands að það er mikil fjölbreytni í framboði á Vesturlandi í aðeins klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Þær fóru til baka klifjaðar bæklingum og ætla flestar að koma á sýninguna í kvöld.

Það var skrifað um komu okkar í Dagens Nyheder stærsta blaði Svía og gagnrýnandi þeirra kemur í kvöld. Það er að vísu dáldið kvíðvænlegt því hún skilur náttúrlega ekki neitt. En þá er bara að sjá hvernig Benedikt tekst að halda áhorfendum við efnið. Skrifum smá úrdrátt úr Egilssögu á ensku sem við fundum á wilkipedia. En annars sýnist mér á bókunum að þetta séu aðallega Íslendingar.

Myndir eru væntanlega -

 

 

 

 


Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband