ÞRJÁR SÝNINGAR Í APRÍL

Jæja gott fólk - nú er sko tækifæri að skella sér í leikhús í Borgarnes. Í Landnámssetrinu eru á boðstólum þrjár úrvals sýningar þó hver annari ólíkari.

Þarna eru á ferðinni

Frá frumsýningutónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson með sýninguna Gunni Þórðar - lífið og lögin. Þessi mynd var tekin á frumsýningu þar sem áhorfendur stóðu upp og fögnuðu í lokin. En síðan er það nánast regla að áhorfendur gefi það sem kallað er "standing ovation" í lok sýninga - eitthvað sem er ekki algengt í íslensku leikhúsi.

 

plaggatJón Gnarr með óborganlegt uppistand sem hann kallar Jón Gnarr  - lifandi í Landnámssetiri. Á þessari mynd er Jón Gnarr með hundinn sinn og hann er sko líka sprell-lifandi. Ef þið stækkið myndina sjáið þið augnarráð hundsins. Skemmtilegt ekki satt?

Hundurinn er ekki með í sýningunni en áhorfendur eru svo hundheppnir að mega leggja fram beiðni um umræðuefni  - skrifa á miða tillögur sem settar eru í pípuhatt. Galdrameistarinn dregur þær síðan upp í sýningunni og spinnur út frá þeim ef honum bíður svo við að horfa.  Semsagt engin sýning er eins allt getur gerst.  

 

BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098og síðast en ekki síst Brynhildur Guðjónsdóttir með sína margverðlaunuðu BRÁK.

Hér er Brynhildur með manninum sínum Atla Rafni Sigurðarsyni leikstjóra, að fagna í lok 100. sýningarinnar. Síðan er liðið eitt ár og sýningarnar farnar að nálgast 200. Brynhildur hefur kosið að hætta eins og Benedikt Erlingsson gerði vegna anna en féllst á, vegna fjölda áskoranna, að leika fjórar sýningar í apríl.

Öll eru þau Gunnar, Brynhildur og Jón listamenn á heimsmælikvarða og við erum þeim þakklát fyrir að nenna að skottast uppí Borgarnes, gegnum göngin og til baka aftur til að skemmta gestum á Söguloftinu.

Og hvað fær þau til þess? Jú, það er einhver mögnuð stemning sem skapast á hinu aldagamla lofti, sem var byggð fyrir meira en 100 árum til að hýsa hveitisekki, sykurpoka og annan varning sem ekki þoldi raka. Þarna var fyrst lagt rafmagn og hiti árið 2006 en síðan þá hefur hver listamaðurinn á fætur öðrum stigið á stokk, staðið aleinn með ekkert nema sjálfan sig og áhorfendur sér til hjálpar, lítil lýsing - nánast engin leikmynd, listamaðurinn berskjaldaður í algjöru návígi. Það er eitthvað magist við það og alveg þess virði að leggja á sig ferðalag í Borgarnes.

Semsagt næsta föstudag 26. mars er Jón Gnarr með sýningu kl. 20 og ennþá eru nokkur sætil laus, á laugardaginn er það Gunni Þórðar kl. 17 og nánast að verða uppselt og í apríl verður svo Brynhildur með fjórar sýningar á Brák vegna fjölda áskoranna. Brák var frumsýnd í janúar 2008 - löngu fyrir Hrun og sýningar fara að nálgast 200 sem hlýtur að teljast gott fyrir lítið leikhús úti á landi. 

 Við hlökkum til að sjá ykkur í Borgarnesi það er ekki eins langt að fara og þið haldið.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Jón Gnarr og hundurinn.

Sæl verið þið. Þið skrifið hér fyrir ofan um illa meðferð Jóns Gnarr á hundinum sínum í auglýsingu á skemmtiatriði hans á vægast sagt ósmekklegan hátt. Þjáningarsvipur hundsins þegar hann er tekinn upp á hnakkadrambinu er EKKI einhver brandari! Ég var gestur ykkar á kvöldi með Gunnari Þórðar nýlega og var virkilega ánægð, en verð því miður að segja að sú góða minning verður nánast að engu eftir að hafa lesið textann hér fyrir ofan. Nógu er nú myndin slæm!

Ég er hundaeigandi og get fullvissað ykkur um að minn hundur myndi seint jafna sig á þeim sársauka og þeirri niðurlægingu sem slíkt ofbeldi ylli honum.

Ég ætla samt að gefa ykkur tækifæri til að breyta þessari færslu áður en ég dreifi þessu til þeirra kunningja minna sem telja sig vera dýravini. Eftir kosningar í Rvk í maí reikna ég með því að kæra Jón fyrir illa meðferð á blessuðum hundinum; ég ætla ekki að gera honum það til geðs fyrir kosningar.

Kær kveðja,

Guðbjörg Eiríksdóttir

Guðbjörg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 00:44

2 identicon

Ég er 100% sammála Guðbjörgu sem skrifar hér að framan. Og mikið lifandis óskup hefur Landnámssetrið sett ofan við að leyfa "skemmtikrafti" að auglýsa sig svona! Á því hefði ég ekki átt von eftir að hafa verið á hvolpanámskeiði með ykkur hjónum, Kjartan og Margrét.

Það kemur hins vegar ekki á óvart að maður eins og Gnarrinn skuli fara svona með hundinn sinn - að halda svo stíft í hnakkadrambið á honum að augun ætla út úr litla seppa. Þessi maður notar hvað sem er til þess að auglýsa sig. Man eftir bakþönkunum hans í Fréttablaðinu þegar hann spilaði sem mest á það að vera trúaður! En nú gengur hann of langt. 

Jórunn Sörensen (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband