Saga til næsta bæjar

Þið skulið ekki halda að ástæðan fyrir því hversu langt er síðan við höfum skrifað nýjar fréttir á bloggið okkar sé að ekkert sé að gerast í Landnámssetri. Nei öðru nær það er svo mikið að gerast að við höfum ekki gefið okkur tíma til að skrifa um það.

En nú verð ég að bæta úr þessu því framundan eru spennandi viðburðir sem við viljum endilega láta ykkur vita af. Fyrir utan að leiksýningarnar um Brák og Mr. Skallagrímsson eru enn í fullum gangi.

Fimmtudaginn 22. maí mun hún Solla frá Himneskri hollustu koma í annað sinn í heimsókn í Landnámssetur færandi hendi.  Að þessu sinni gefur hún okkur innsýn inn í hvernig búa má til dásamlegar kökur - deserta og nammi með hollustuna að leiðarljósi. Einnig fáið þið að smakka sýninshorn af orku - og hollustudrykkjum sem á boðstólum eru í veitingahúsi Landnámsseturs. Við byrjum kl. 20 - verð kr. 1500 - ótakmarkað smakk og uppskriftir.

Gísli EinarsSunnudaginn 25. maí hefst svo í Landnámssetrinu landskeppni sagnamanna. Þar munu Sagnamenn frá vestur- norður - suður og austurlandi keppa um titilinn Sagnamaður ársins.

Keppninni verður fram haldið þrjá næstu sunnudaga 1.8. og 15. júní . Sunnudaginn 22. júní verður svo keppt til úrslita.  Dagskráin er svona: 25. júní keppt í ýkjusögum, 1. júní í lífsreynslusögum, 8. júní í draugasögum og 15. júní í gamansögum. 22. júní keppa svo sigurvegarar fyrri kvölda til úrslita og segja sögur að eigin vali. Það eru gestir sem velja besta sagnamann hvers kvölds í leynilegri atkvæðagreiðslu. Kynnir og gestgjafi allra kvöldanna er Gísli Einarsson
Ríkisútvarpið tekur allar sögurnar upp og mun Einar Kárason rithöfundur vinna úr efninu þætti sem fluttir verða 14 sunnudagskvöld eftir fréttir í sumar.
Sannkölluð sagnamannaveisla í allt sumar.

Rekstrarstyrkur til menningarstofnana

Miðvikudaginn 2. apríl skrifuðu Landnámssetur og Borgarbyggði undir rekstrarsamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér árlegan rekstrarstyrk frá Borgarbyggð að upphæð 3,1 milljón króna. Á móti fá allir grunnskólanemendur í byggðalaginu frían aðgang að sýningum í fylgd með kennurum. Samskonar styrk fær einnig Búvélasafnið að Hvanneyri. Við hjá Landnámssetri eru afar þakklát fyrir þennan stuðning og bjóðum nemendur og kennara innilega velkomin til okkar.


Starfsmannadagur og ferð í framhaldi

Á mánudaginn var 17.mars héldum við starfsmannadag hér í setrinu. Við byrjuðum á að funda milli 10.00-13.00 þar sem við ræddum um hvað hefði vel tekist og hvað mætti betur fara hjá okkur öllum. Því öll erum við "byrjerndur" og alltaf að læra.

Í rútunniÞar næst fórum við í heimsókn til félaga okkar á Hótel Hamri og borðuðum hjá þeim dásamlega súpu í hádegismat. Síðan var sest upp í rútu með Sæmundi hinum eina sanna og haldið til Reykjavíkur.

Þar var fyrst haldið á Þjóðminjasafnið tli að kynna sér það sem þar er spennandi til skoðunar. Það er okkar viðleitni að þekkja og geta vísað gestum okkar á það sem er áhugavert og tengt okkar starfsemi.

Það var hún Lilja Árnadóttir deildastjóri í Þjóðminjasafni sem tók á móti okkur og sýndi okkkur allt sem þar er á boðstólum. Einkar vinalegt að koma og opna sérstaklega fyrir okkur á mánudegi. En Þjóðminjasafnið er lokað á mánudögum á vetrartíma.

Brynh.& BenniÞví næst héldum við á veitingahúsið DÓMO í Þingholtsstræti. Þar fengum við tilsögn hjá okkar  hússnillingi Benedikt Erlingssyni í því hvernig fólk við þjónustustörf eins og í Landnámssetri ætti að tileinka sér mismunandi þjónustuaðferðir við mismunandi gesti. Benni var þjónn í hjáverkum á Argentínu meðan hann var að læra "kúnstina".

Í DÓMO kom líka hinn hússnillingurinn okkar hún Brynhildur og borðuðu þau elskurnar með okkur.

Við enduðum svo þennan skemmtilega dag í Íslensku óperunni. Þeir eldri og óperureyndari í hópnum voru yfir sig hrifnir af þessari uppfærslu á LA TRAVIATA. Sigrún Pálmadóttir stal þar hjörtum úr hverjum manni.

hópurinn í óperunniÞeir yngri úr hópnum kveiktu líka aðeins á óperuforminu, en voru e.t.v. en hrifnari af ljósatækninni og öðru þvílíku. En s.s. allir ánægðir.

Heim héldum við og sannfærð um að svona starfsmannadagar skila meiru en ótal fundir.

Ætlum samt að funda næsta mánudag. Það er alltaf eitthvað sem má bæta.


BRÁK hefur sama þunga í miðasölunni.

Brák f.heimasíðu

Það er ekki síður stórkostlegt að hitt flaggskipið okkar hér í Landnámssetrinu sýning Brynhildar Guðjónsdóttur á BRÁK í leikstjórn Atla Rafns Sigurðssonar hefur fengið álíka frábærar viðtökur á Mr.Skall-Grímsson. Bæði í gagnrýni og ekki síður í miðasölunni. Á Brák er líka svo gott sem uppselt út apríl.

Þessar sýningar eru gjörólíkar  í hugsun höfundanna, en vegna þess að þær sækja báðar grunnefni sitt í  Egilssögu og eru báðar leiknar í sama rýminu þá  má segja að þær myndi einskona heild "Tvö tilbrigði um sama tema". Því hefur borið nokkuð á því síðustu dagana að fólk er að koma og sjá sitthvora sýninguna  sitthvorn daginn og eiga góða gistingu hér í Borgarfirðinum eina nótt. Við í Landnámssetrinu eru boðin og búin tli að aðstoða við bókun á gistingu ef gestir okkar kjósa að eiga nótt hér í sveitasælunni.

 


Mr.Skalla-Grímsson hóf aftur sýningar í gær á 150 sýningu!!!

Það 150.sýn. blómvar ánægjulegt að hefja aftur sýningar á Mr. Skalla-Grímsson í gær, laugardaginn fyrir páska.  Það voru tvær sýningar  á fyrsta degi og að sjálfsögðu uppselt á þær báðar. Það er reyndar orðið svo að það er uppselt á allar sýningar á Skalla-Grímsson út maí. Það var líka gaman að því að seinni sýningin í gær var 150. sýning á leikritinu.

Þetta er nú þriðja sýningartímabilið sem Skalla-Grímsson er í sýningu hjá okkur. Benedikt hefur bæði nú í vetur og í fyrravetur lagt  niður sýningar vegna annara anna í leikhúsinu. Nú í vetur hefur hann verið að leikstýra sýningu Þjóðleikhúsins á SÓLASRFERÐ sem frumsýnd var  í lok febrúar.

Nú þegar eru allar sýningar sem auglýstar hafa verið út maí uppseldar. Það var hinsvegar ákveðið í gær að setja inn þrjár nýjar aukasýningar. Þær verða 9.,11., og 30. maí. (sjá sýningaskrá á heimasíðunni)  Nú hefur líka verið gengið frá sýningplani fyrir júnímánuð og eru þær sýningar komnar í sölu frá og með deginum í dag.

 Það er sem sagt ekkert lát á aðsókn að þessari verðlaunasýningu Benedikts Erlingssonar. Eftir 150 sýningar er sami þungi í aðsókninni og var strax fyrsta sumarið.


Ljósið í mynrkrinu er komið til að vera!

Það var einstaklega gaman hvað vetrarhátíð ferðamálasamtakanna UPPLIFÐU ALLT Á VESTURLANDI-Ljós í myrkr. JPEGALL SENSES GROUP tókst vel. Hátíðin var bæði ánægjuleg og árangursrík. Það var ánægjulegt hve margir samborgarar okkar á Versturlandi lögðu leið sína í Landnámssetrið og nutu þess sem var upp á að bjóða. Það v ar ókeypis inn á sýningar Landnámsseturs. Spákonurnar Guðrún Bergmann og Brynja Brynjarsdóttir horfðu inn í framtíðina bæði í spilum og rúnum. Þar bauðs bæði fornaldar og nýaldar spádómur og voru spáhornin hjá þeim svo vinsæl að lengs af var biðröð um að komast að hjá þeim.  Á Arinstofuloftinu voru félagar úr ALL SENSES GROUP  með kynningar á sinni starfsemi .Þar var líka míní-golf og þar var listahorn fyrir börnin. Kaffisalan í Hvítasalnum var í gangi allan daginn. Eða þar til tími var kominn til að dekka upp fyrir matargesti sem nutu kræsinga Gísla Einarssonarr fréttamanns frá kl. 18.00.

 

 Gísli gerði sérstaka lukku og kvað svo ramt að hrifningunni að gestir þóttust vissir um að sjónvarpsstjarnan væri með einhvern leyni aðstoðarkokk í eldhúsinu sem hefði lagt línurnar í glæsi-kræsingum kvöldsins. En nei, það var Gísli sem lagði línurnar um öll smáatriði matreiðslunnar þetta kvölEinarsson & son.minnidið og hlakkar okkur bara til að njóta þess sem hann mun framreiða um næstu helgi ásamt Jóhönnu Vigdísi Haltadóttir. En þau ætla að leiða saman hesta sína á matarhátíðinni FÓÐUR OG FJÖR -FOOD AND FUNE Á LANDSBYGGÐINNI hér í Landnámssetri.

 

 

stemming úr Sk.-minniJóhanna vinkona okkar frá Háafelli kom með tvo kiðlinga sem  hún var með í stýju og heilluðu bæði Jóhanna og kiðlingarnir gesti upp úr skónum. Geitur á Íslandi eru aðeins nokkur hundruð talsins. Geitastofninn íslenski er óbreittur frá landnámstíð. S.s. landnámsgeitur. Rétt eins og íslenski hesturinn, íslenska kúin og íslenska sauðkindin. En geiturnar voru svona rétt u.þ.b. að vera útdauðar um miðja tuttugustu öldina og eru enn í úitrýmingarhættu. En duglegir hugsjónamenn og konur hafa bjargað því að enn eru til nokkur hundruð dýr í landinu. Jóhanna er kannski þar fremst í flokki. Hún er senni lega með stæsta geitabúið í landinu.  Jóhanna er að vinna mikið þjóðþrifa varðveislustarf með geitaræktinni sinni á Háafelli. Hún er full upp af spennandi hugmyndum um hvernig nýta megi afurðir geitarinnar í framtíðinni.


Mykilvægur gestur í heimsókn.

aðgengisfuindur & NN2 námsk. 017 er sá tími ársins sem bæði við og aðrir sem eru í ferðaþjónustu eru að efla tengslin. Í síðustu viku var í heimsókn hér á Vesturlandi Ulrikka Petersson frá svæðisskrifstofu Ferðamálstofu á Norðurlöndum sem staðsett er í menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Ulrikka var mjög hrifin af því sem hún sá hér á Vesturlandi. Það er eitthvað sem hefur orðið okkur hjónunum hér í Landnámssetri mikið umhugsunarefni þær spurningar sem hún og samstarfskona hennar á Norðurlandaskrifstofu Ferðamálastofu Lisbet Johansen spurðu okkur á fundi í haust. Við vorum í heimssókn þar með Mr. Skalla-Grímsson sem  við höfum áður bloggað um. Hin áleitna spurning var þessi; Hvað er það sem gerið Vesturland svo sérstakt að ferðamenn skyldu frekar fara þangað en annað? 

Okkar svar hefur alltaf verið ljóst: Það er sagan. Við erum alltaf að finna að það eru fleiri og fleiri hér á Vesturlandi sem átta sig á þessari staðreynd. Ég myndi vilja að það festist við Vesturlandið gælunafnið SÖGULANDIÐ - THE SAGA LAND.  Rétt eins og í hugum flestra ferðalanga DRAUMALANDIÐ er orðið gælunafn hálendisins. En s.s. sambönd við þá sem eru að selja landið verða aldrei of ræktuð. 

Það var sérlega gaman að fá Ulrikku Petersson í heimsókn á þessum vindasömu og snjóþungu febrúardögum. KJARTAN

Nú fer allt að gerast

Var að koma af hádegisverðafundi FKA sem haldinn var til að fylgja eftir auglýsingunni sem birtist í dagblöum í dag þar sem 100 konur lýsa sig fúsar til að taka sæti í stjórnum stórfyrirtækja. Þar hélt Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra gott erindi þar sem hann dró fram í dagsljósið niðurstöður rannsókna sem allar benda til þess að þeim fyrirtækjum sem hafa jafna kynjaskiptingu í stjórnum og/eða stjórnunarstöðum eru síður hætt við að lenda í alvarlegum vanskilum.

Mikil bjartsýni ríkti á fundinum og voru langflestar konurnar fullvissar um að nú færi allt að gerast - og vilja bíða með að setja kynjakvóta í þeirri von að fyrir 2010 verði þetta komið í lag. Allir nema Ingvi Hrafn sem nóta beni var eini karlinn á fundinum utan ráðherra (sem sérstaklega var boðið). Ingvi vill kynjakvóta og meira en það: "Það þarf að berja þessa karla í hausinn" sagði hann. "Og hvar eru karlarnir sem skipa í stjórnir af hverju eru þeir ekki hér. Jú þeir vilja ekki konur.... þeir vilja ekki konur... " Við hinar trúum þessu náttúrlega ekki - en viljum samt fara sjá verkin tala.

Því þetta er ekki í fyrsta sinn sem vakin er athygli fjarveru kvenna í stjórnum og þetta er ekki í fyrsta sinn sem konur blása til sóknar. Í febrúar fyrir þremur árum tóku konur í félagi lögfræðinga, hjúkrunarfræðinga og endurskoðenda sig til og skoruðu á stjórnendur að skipa konur í stjórnir og fylgdu því eftir um vorið með því að gera talningu. Lítið hafði breyst og þó - margir lífeyrissjóðir tóku sig til og fjölguðu konum í stjórnum sínum. Nú er þó staðan þannig að aðeins einn lífeyrissjóður er með fleiri konur en karla í stjórn og 3 með jafnmargar konur og karla. Einn þeirra er lífeyrissjóður VR.

Á fundinum kom upp sú hugmynd að konur færu að velja sér lífeyrisjóð eftir þvi hversu margar konur sitja í stjórn. Því liggur beint við að flykkja sér í þessa fjóra lífeyrisjóði sem standa sig svona vel. Enda ef meiri líkur á góðir ávöxtun ef marka má þær rannsóknir sem viðskiptaráðherra vitnaði í.

Einnig var um það rætt að láta verkin tala og beina viðskiptum frekar til þeirra fyrirtækja sem virða jafnrétti í verki.  Veit ekki alveg hvernig það er í framkvæmt en við í Landnámssetri getum verið róleg því stjórnin er skipuð 2 konum og 3 körlum  40% reglan virk og aðrir stjórnendur eru konur.


Annasamt í hliðarverkefnum

Þessi vika hefur verið mikil dagsskrá í hinum ýmsu spennandi hliðarverkefnum tengdum Landnámssetrinu. Á mánudagskvöldi  var námskeiðið NORRÆN GOÐAFRÆÐI sem er samstarfsverkefni Snorrastofu, Landnámsseturs og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Janúarfyrirlesturinn var haldinn af Gísla Sigurðssyni fræðimanni við Árnastofnum. Hann var með verulega skemmtilegar bollaleggingar um hugsanleg  tengsl hinna heiðnu goðheimanna við stjörnuhvolfið á himninum.

Kopía aðgengisfuindur & NN2 námsk. 005Á þriðjudeginum var fundur í Landnámssetri um "Aðgengi á ferðamannastöðum". Það var All Senses group sem boðaði til fundarins. Framsögumenn voru Valur Þór Hilmarsson frá Ferðamálstofu, Guðný þjóðgarðsvörður í Snæfellsnessþjóðgarði og Bjarni Jóhannesen frá Vegagerðinni. Vel var mætt af áhugafólki um aðgengismál ferðastaða eða u.þ.b. fjörutíu manns. Því var beint til stjórnar ASG að kalla saman vinnunefnd til að þrýsta á um umbætur í aðgengismálum á Vesturlandi. Ragnar Frank Kristjánsson fyrrv. þjóðgarðsvörður í Skaftafelli var á fundinum og lýsti sig fúsan að taka þátt í störfum slíkrar nefndar. Nú er s.s. boltinn hjá stjórn ASG (All senses group.) Það er sannarlega óskandi að málið detti ekki niður dautt heldur að einhver sinni því.


Vetrarlandið Ísland- Norðurland í þrjá daga.

 

Kaldb.kotVið Kjartan tókum okkur frí um helgina frá Landnámssetri og sóttum heim góða vini á Norðurlandi. Kjartan hafði verið að halda fyrirlestur á námskeiði á vegum Nýsköpunarstofnunar Íslands um vaxtasprota i heimabyggð og ég ákvað að hitta hann að því búnu. Hann hafði komið sér fyrir í litlu sumar/vetrar húsi hjá þeim hjónum Snædísi og Sigurjóni í Kaldbakskoti, notaði daginn á meðan ég keyrið norður við að lesa handrit. Þessi litlu hús eru algjörir sælureitir í kjarri vöxnu landinu. Held áframferðasögunni á morgun og set inn myndir....

 

Sirrý v. Mývatn....Ég ætla að halda hér svolítið áfram. Ég heiti Kjartan. Nú er næstum liðin vika frá því að hún Sigríður Margrét byrjaði að skrifa af ferð okkar norður. Við nutum þessara daga fyrir norðan og þeir urðu okkur mikil kvatning. Við fórum frá einum frumkvöðlinum til annars heimsóttum þá og skoðuðum uppbyggingarstarfið. Á föstudags eftirmiðdegi hittum við bræðurna í Norðursiglingu Árna og Hörð Sigurbjarnasyni. Föstudagskvöldið og nóttina áttum við í góðu yfirlæti á Hótel Mývatni hjá hjónunum Yngva Ragnari og Ásdísi.

 

 

Bernt,Hildur & SirrýÞá fórum við upp í Svarfaðadal og skoðuðum leikbrúðuverksstæðið hjá Bent Ogrotnik og Hildi konunni hans á Þvedrá í Skíðadal. ÞAu eru búin að breita gömlu minkabúi í brúðu-vinnuverkstæði. Síðan ætla þau að gera safn með öllum brúðunum hans Bernts sem hann hefur búið til í gegnum tíðina. Í því safna hafa þau hugsað sér að gera lítinn leikhússal þar sem hópar kæmu í heimsókn og sæju sýningarnar hans Bernts og fengju e.t.v kaffi og vöflur hjá Hildi.  Á laugardagskvöldinu vorum við komið í heimsókn hjá Örlygi Kristfinnssyni í Síldarmynjasafninu á Siglufirði og Guðnýju konu hans.

 

Örlygur & Kjartan Skoðuðum Síldarmynjasafn og Þjóðlagasetur í fylgd Örlyg á sunnudeginum. Allt voru þetta heimsóknir sem fylla okkur af innblæstri og orku. .....Nú verð  ég að hlaupa til og opna Landnámssetrið. Nú á laugardagsmorgni er allt á kafi hér í  Borgarnesi, blint snjókóf fyrir utan húsið. Ég held áfram þegar ég er  kominn niður eftir......... Jæja mestur hluti fyrripartsins fór í að moka snjó af þakinu í Landnámssetri Íslands. En nú langar mig að segja ykkur aðewins af herimsókn okkar til Örlygs Kristfinnssonar í Síldarmynjasafnið. Viðkomum síðast í heimsókn til hans sumarið 2003. Við höfum oft sagt að það hafi verið að hlut innblástur að sjá starfið hans í Síldarmynjasafni. Hafi safnið verið merkilegt þá þá er það algjörlega einstakt núna. Þetta er einhver merkilegasti viðkomustaður sem ferðamenn geta heimsótt á Íslandi (og þótt víða verði leitað) Ég spái því að með opnum Héðinsfjarðarganga muni verða sprenging í aðsókn að Síldarmynjasafni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband