Draugabanar, afturgengnar gleðikonur, hálendið og óður til birkihrýslunnar

sögumenn 8. júníAllt þetta og meira til kom við sögu á þriðju sagnakeppni Landnámsseturs og Rásar 1 SÖGU TIL NÆSTA BÆJAR á sunnudagskvöldið á Söguloftinu. Þar kvöddu sér hljóðs Sigurður Atlason, galdramaður af Ströndum, Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður og leikstjóri og Svavar Knútur, túbadúr. Kynnir kvöldsins og stjórnandi var Gísli Einarsson.

Sigurður fór með svo ýkjukennda ferðasögu að maður nánast trúði honum þvi eins og Halldór Laxness sagði víst einhvertíma. "Ekkert er sinn ótrúlegt og sannleikurinn". Í lok frásagnar sinnar hvað Sigurður niður draug af þvílíkum kyngikrafti að hafi einhverjir óhreinir andar verið á sveimi á Söguloftinu þá eru þeir á bak og burt. Næst á eftir Sigurði kom Kristín Helga Gunnarsdóttir, sem reyndar hefur það fram yfir aðra sögumenn að vera búin að safna draugsögum undanfarin ár og árangurinn má lesa í nýjustu 5 stjörnu  bók hennar Á Draugaslóð. Þar rekur hún á sérstaklega skemmtilegan hátt draugasögur sem gerst hafa á Kili. Aðalsaga Kristínar á sunnudagskvöldið gerðist þó víðsfjarri - í henni Barselónu þar sem Kristín bjó ásamt vinkonum sínum í íbúið með afturgenginni gleðikonu sem ekki fann frið í gröf sinni. Sigurður draugabani ætti kannski að skreppa þarna suður og veita vesalings konunni hvíld. 

Kolbrún Halldórsdóttir hóf svo leikinn eftir hlé. Hún hafði reyndar pínulítið verið göbbuð - ekkert minnst á draugasögur eða keppni en erfði það ekki við okkur því með veru sinni uppfyllti hún kynjakvóta Landnámsseturs. Kolbrún byrjaði á að segja okkur sögurnar sem hún ætlaði eiginlega ekki að segja (mjög skemmtilegar ekkisögur) en endaði svo á áhrifamikilli frásögn af gjörningi á hálendinu, þar sem þjóðsöngurinn var meitlaður í gjót og öðrum gjörningi af vörðu sem hlaðin var úr steinum merktum örnefnum af Eyjabökkunum. Kolbrún endaði sína stund á að afhenda fólki lítil nokkra steina úr vörðunni og fól hún því að gæta þeirra vel. Þessi litli gjörnignu Kolbrúnar var ekki síður áhrifamikill en draugadráp Sigurður þó lástemmdari væri. Ég veit reyndar ekki hvernig hann kemur yfir í útvarpi en getur ekki verið áhrifamikið að hlusta þögn í útvarpinu - ef maður getur ímyndað sér hvað á bak við hana er.

Það var Svavar Knútur sem lauk sagnakvöldinu á sunnudagskvöldið með sögum af hrekkjalómum í Kópavogslaug, sem hann og bróðir hans lentu illilega í og síðan sjómannasögu sem fyrir minn smekk var aðeins of mikið fyrir neðan mittisstað en ég er nú bara kelling. Hann endaði aftur á móti á undurfallegum söng um sorgina og gleðina og lauf á birkihríslu í Skagafirði sem hann samdi fyrir dóttur sína og fyrirgafst þar með allt. 

 Áhorfendur kusu svo Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, sögumann kvöldsins en eins og allir vita eru þessar kosningar til gamans gerðar og við þökkum öllum sögumönnunum frábæra frammistöðu.

Þessi sögukvöld Landnámsseturs sem ganga undir nafninu SAGA TIL NÆSTA BÆJAR eru hljóðrituð af Rás 1 og vinnur Einar Kárason, rithöfundur úr efninu samnefnda þætti sem eru á dagskrá Rásar 1 á sunnudagskvöldum kl. 18:30

Næsta sunnudag verður leiknum haldið áfram og þá er þemað - gamansögur. Eins og fyrrikvöld tökum við yfirskriftina ekki of alvarlega og þó kannski meira alvarlega þetta kvöld en önnur því það er betra ef sögurnar eru ekki beinlýnis leiðinlegar. En við höfum nú ekki áhyggjur af því.

Gísli Einarsson mun svo þegar líður á vikuna kynna sagnamenn sunnudagsins - þangað til biðum við spennt.  SMG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband