Góð helgi í Landnámssetri

Það voru fjórar leiksýningar um helgina í Landnámssetri og þó er BRÁK ekki talin með. En vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að efna til nokkarar aukasýninga á Brák í mars og apríl. Enn eru laus sæti á tvær sýningar í mars.

Sýningarnar fjórar um helgina voru Mr. Skallagrímsson  sem var sýndur tvisvar. Ein afar skemmtileg gestaleiksýning frá Ísafirði, en þar sagði leikarinn Elfar Logi Hannesson Gísla sögu Súrssonar í stuttan en hnitmiðaðan hátt og svo Stormar og styrjaldir eða Sturlunga Einars Kárasonar eins og við erum farin að nefna hana. Einar torðfyllti Söguloftið og fór á kostum.

Á sunnudögum er fjölskyldutilboð í Landnámssetri. Þá er ókeypis á sýningarnar föstu sýningarnar  Landnáms- og Egilssýninguna fyrir börn í fylgd með fullorðunum. Það er alveg gráupplagt að fara í sunnudagsbíltúr í Borgarnes. Fara í sund og sjá sýningarnar í Landnámssetri. Svo er á boðstólum ömmukaffi, þe pönnukaka með rjóma, pönsa með sykri og kleina og svo mjólk, kaffi eða gos. Pönnuköku uppskriftin er ekta ömmu - uppskrift. En hún kemur frá ömmu hennar Áslaugar sem vinnur hjá okkur.  Galdur þeirrar ömmu var að setja smá svart kaffi í deigið. Og viti menn - pönnukökurnar fá á sig mjúkan brúnan lit og eru ótrúlega góðar.

Seiðkonusúpan okkar sló líka í gegn um helgina. Margir báðu um uppskriftina sem er algjört leyndarmál, nema við getum upplýst að við notum Svarta galdurs te frá Sverri Guðjóns sem hluta af kryddinu og svo auðviðað margt fleira... hún var góð fyrir en teið hans Sverris gerði kraftaverk.....

Það er mikið starf framundan - mörg fyrirtæki sem vilja halda hjá okkur árshátíð og fundi og svo eigum við von á fullt af skólum í heimsókn með vorinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 14062

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband