Til hamingju Brynhildur

Það verður nú að viðurkennast að við vorum stolt og glöð að vera boðuð til að taka á móti tilnefningum til Grímuverðlauna í Þjóðleikhúsinu. Þar var Brák eftir og í flutningi Brynhildar Guðjónsdóttur og í leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar tilnefndt til þriggja verðlauna.

Gríman er eins og flestir vita leiklistarverðlaun sem veitt eru þeim við öllleikhúslistamönnum sem skarað hafa frammúr á árinu. Brynhildur var tilnefnd sem besta leikkona ársins í aðalhlutverki, sem besta leikskáld ársins og sýningin sem besta leiksýning ársins.

 

Verndari Grímunnar er forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og ítrekaði hann það sem hann hefur áður sagt að í raun sé tilnefningin mikilvægari en sjálf verðlaunin því það val geti verið tilviljunum háð og ráðist af því td við hvers konar sýningar er keppt. Við tökum undir þessi orð forsetans og fögnum því eins og sigurvegarar að hafa fengið þessa tilnefningar.

Árið 2007 fékk önnur sýning Landnámsseturs Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson í leikstjórn Peters Engkvist þessar sömu tilnefningar, auk þess fékk Benedikt tilnefningu sem besti leikstjórinn. Skemmst er frá því að segja að hann vann þrenn Grímuverðlaun í fyrra og var sóttur í þyrlu í Borgarnes. Benedikt var valinn besti leikarinn og besta leikskáldið fyrir Mr. Skallagrímsson og besti leikstjórinn fyrir Ófagra veröld.

Mér fannst líka sérstaklega gaman að Fool for love leiksýning sem sett var á svið í gamla Silfur tunglinu af leikhóp sem hafði lítið sem ekkert fjármagn en þess meiri eldmóð og hæfileika skyldi fá að mig minnir 5 tilnefningar. Þar af fékk KK okkar kæri vinur tvær sem besti höfundur tónlistar og besti söngvari. Ég sá þessa sýningu því miður ekki en nú segja mér fróðir menn að María Sigurðardóttir nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar að hún hafi tryggt sér hana norður. Ég hlakka til að fara í leikhúsferð til Akureyrar í haust.

 smg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 14122

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband