Landskeppni sagnamanna hefst sunnudaginn 25. maí kl. 20

Hann Gísli Einarsson hafði samband við mig í byrjun árs og stakk uppá að við efndum til keppni í sagnamennsku í Landnámssetrinu. Frábær hugmynd  – og nú er hún orðin að veruleika – og fyrsta kvöldið á sunnudaginn – keppnin gengur undir nafninu Saga til næsta bæjar og Rás 1 er komið í samvinnu við okkur. 

Einar Kárason mun gera útvarpsþætti úr efninu sem fluttir verða á sunnudögum í sumar.  Ekki veit ég til þess að svona keppni hafi áður verið haldin – frekar ósennilegt – en ef einhver sem þetta les hefur heyrt um svona keppni þá endilega látið okkur vital .  

Og þetta er alvöru keppni. Það verður keppt í fjórum riðlum: ýkjusögum, draugasögum, lífsreynslusögum og gamansögum. Við byrjum á ýkjsögum á sunnudaginn 25. maí, draugasögur eru næst þann 1. júní, því næst lífsreynslusögur 8. júní og að lokum gamansögur 15. júní.  Sunnudaginn 22. júní keppa sigurvegarar fyrri kvölda svo til úrslita og segja þá sögur að eigin vali. Það eru gestir sem velja besta sagnamanninn kvöldsins með leynilegri atkvæðagreiðslu. Svo það eru um að gera að smala stuðningsmönnum á staðinn. 

Kynnir og stjórnandi er Gísli Einarsson. Og verðlaunin verða vegleg – alla vega mikill heiður. Aðalsögumenn fyrsta kvöldið þann 25. maí eru Bjarni Harðarson frá Suðurlandi, Ingi Hans Jónsson frá Vesturlandi, Arnar Jónsson frá Norðurlandi og Ásgrímur Ingi Arngrímsson frá Austurlandi. 

Á undan keppninni geta gestir snætt gómsætan þriggja rétta alíslenskan kvöldverð. Úr hráefnum sem sagnamenn allra tíma á Íslandi hafa haft aðgang að: Forréttur: Heitreyktar svartfuglsbringur með nýorpnum svartfuglseggjum af Mýrunum,Aðalréttur: Hrefnusteik með humri frá Hornafirði

Eftirréttur: Bláberjaskyr með rjóma. Verð kr. 4500 (innifalinn aðgangseyrir og atkvæðaréttur á Sögu til næsta bæjar) Aðgangseyrir og atkvæðaréttur á sagnakvöldið kr. 1800 (matargestir fá frítt) 

Öllum er velkomið að sækja um þátttöku með því að senda tölvupósti til landnamssetur@landnam.is  Það verður svo geðþóttaákvörðun kynnis og stjórnanda hverjir komast að. Einnig verður gestum gefinn kostur á að kveða sér hljóðs og  segja sögu eftir því sem tíminn og stjórnandinn leyfa. 

Allar frekari upplýsingar veitir Sigríður Margrét í síma 895 5460 og Gísli Einarsson í síma 8994098


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 14122

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband