Miklir möguleikar í Eyjum

Við Kjartan vörum að koma frá Vestmannaeyjum þar sem héldum fyrirlestur um tilurð  Landnámsseturs. Þetta var á alþjóðlegri ráðstefnu um Tyrkjaránið 1627. Það var Sögusetrið 1627 sem stóð að ráðstefnunni. Markmiðið var tvíþætt að mynda tengsl við erlenda fræðimenn sem fjallað hafa um þrælasölu í Evrópu fyrr á öldum og leita leiða til að setja þessa sögu fram á aðgengilegan hátt fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.

Þar var þar sem við Kjartan komum inn. Við sögðum frá því hvernig staðið var að því að koma Landnámssetri á koppin, löngum undirbúningstíma, fjármögnun og rekstri. Vonandi gátum við einhverju miðlað af reynslu okkar sem nýtist við undirbúning að sýningu um Tyrkjaránið. Ráðstefnan var reyndar ekki síður fróðleg fyrir okkur og gaman að kynnast fólki sem hefur rannsakað þessa makalausu atburði. Þarna var að sjálfssögðu Steinunn Jóhannessdóttir sem lagt hefur á sig ótrúlega vinnu til að segja sögu Guðríðar Símonardóttur og nú er reisubók Ólafs Egilssonar ein besta samtímaheimildin um þessa atburði sem völ er á komin út á ensku. Þýðendur bókarinnar Adam og Karl Smári voru á staðnum og ég hlakka til að lesa bókina.

Við hittum líka Kristínu menningarfulltrúa Vestmannaeyja sem er prímus motor í að vinna með  eldgosið 1973 og hina dramatísku viðburði sem því fylgdu. Það verkefni er líka í mótun og spennandi að fylgjast með hvernið það þróast.

Það er mikið sóknarfæri í Eyjum núna þegar allt útlit er fyrir að höfn í Bakkafjöru verði að veruleika árið 2010 og sigling þangað verði aðeins um 20 mín. En það þarf að nýta tímann vel því það væri svo frábært ef hægt væri að opna sýningar tengdar báðum þessum verkefnum við vígslu Bakkaferjunnar. Tvö ár eru ekki langur undirbúnings tími þannig að það þarf að nýta hann vel.

En þetta getur vel náðst því það eru eldhugar til staðar til að drífa verkefnin áfram. Bæði Kristin og hennar fólk með gossöguna og Sigurð Vilhelmsson, Þórður Svansson og fleiri með Tyrkjaránið. Heilmikið hefur þegar verið gert - og menn eiga sér stóra draum um framhaldið. Þórður Svansson sýndi okkur Dalabúið - gamalt kúabú sem stendur fyrir ofan bæinn. Þarna gæti verið flottur staður fyrir sýningu - en húsið er illa farið og það verður mjög dýrt að gera það upp. Kristín sýndi okkur líka hugmyndir að því hvernig hægt væri að grafa göng niður að húsum sem eru undir hrauni og gera sýningu þar. Báðar þessar hugmyndir eru metnaðargjarnar en hafa þann galla að vera mjög dýrar. Nú ríður á að leita raunhæfra leiða til að koma þessum þörfu verkefnum í framkvæmd sem fyrst.

Báðir þessir dramatísku viðburðir geta orðið efniviður í mjög skemmtilegar sýningar sem munu ásamt stórbrotinni náttúru og dýralífi draga fjölda ferðamanna til Vestmannaeyja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 14122

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband