Sameinuð stöndum vér

Jólafögnuður 08 006Nýi menningarsalurinn í Menntaskóla Borgarfjarðar var troðfullur í gærkvöldi þegar Gleðileikurinn um fæðing Jesú Kristi eftir Kjartan Ragnarsson og Unni Halldórsdóttur var þar fluttur í fyrsta sinn. Mál manna er að þarna hafi verið um 500 manns - ef það er rétt eru það fjórðungur íbúa í Borgarnesi. Það var ótrúleg tilfinning að upplifa þessa samkomu sem byrjaði í kirkjunni með bænastund klukkan sex. Þegar komið var úr kirkju var Guðrún Kristjáns, formaður Björgunarsveitarinnar Brákar fyrir utan ásamt félögum og gaf fólki friðarljós sem gengið var með að Menntaskólanum. Leiðin lá niður Himnastigann að Tónlistarskólanum og þar stóðu tenórar á svölum og sungu Heilaga nótt. Gleðileikurinn hófst svo á söng Kammerkórsins undir stjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar en auk Kammerkórsins söng Freyjukórinn undir stjórn Zsuzanna Budai og Barnakórar Borgarneskirkju undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. 13 leikarar léku í sýningunni sem öll var í bundnu máli. Höfundar texta eru Kjartan Ragnarsson og Unnur Halldórsdóttir.  Hugmyndin sem kviknaði rétt eftir bankahrunið virtist galin en...... byrjað var að hringja í menn og fá með í leikinn og allir sögðu já - og allir gáfu allt. ALLIR ótrúlegt og þeir sögðu ekki bara já... heldu mættu til vinnu á kvöldin, það var smíðað, saumað, málað og æft, bæði leikarar og söngvarar. Og meira að segja veðrið var gott eftir beljandi hríð og hvassvirðri undanfarið. Takk Borgfirðingar allir sem tóku þátt og allir sem mættu til að horfa. Við endurtökum leikinn að ári. 27. desember 2009 kl. 18. Það er sunnudagur.

Jólafögnuður 08 002Á þessari mynd má sjá Gísla Einarsson í hlutverki Heródesar og vitringana frá Austurlöndum, en þá léku tveir rektorar og einn skólameistari, þeir Ágúst Einarsson á Bifröst, Ágúst Sigurðsson á Hvanneyri og Ársæll Guðmundson frá menntaskólanum. Á myndinni fyrir ofan eru Jóhannes B. Jónsson og Katerina Inga Adolfsdóttir í hlutverkum Maríu og Jósep. Ég sjálf var svo upptekin af að syngja og horfa í gær að ég tók ekki myndir. En einhverjir hljóta að hafa gert það.. vill sá eða sú vera svo væn að senda okkur nokkrar á landnam@landnam.is

smg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 14068

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband