Að búa til minningar

Pönnukakan 2Uppáhald jólasveinanna og Pönnukakan hennar Grýlu

Í fyrra ákváðum við í Landnámssetri að setja saman skemmtun fyrir barnafjölskyldur á aðventunni. Hugmyndin kviknaði þegar hópur frá, að mig minnir Capasent, kom til okkar á aðventunni 2006 með börnin til að skoða Sögusýningarnar og fá heitt kakó. Það var dásamlegt veður snjór yfir öllu og stillur, heiðskýr himinn og norðurljós á leiðinni heim.

 

Fólkið var svo ánægt með að hafa drifið sig út úr bænum með börnin útúr skarkala stórmarkaðanna í kyrrð og rökkur sveitarinnar, það hittist svo skemmtilega á að við vorum með úrslit í smákökusamkeppni þennan dag og höfðum ákveðið að dansa í kringum jólatré að því tilefni þannig að þarna skapaðist óvænt einhver notaleg jólastemning. Okkur langaði til að endurtaka þetta árið eftir og þegar við fréttum að Bernd Ogrodnik sá mikli brúðusnillingur væri á ferð með brúðusýninguna sína Pönnukakan hennar Grýlu ákváðum við að setja þessa fjölskylduskemmtun saman.

 

Við eldum þjóðlegan íslenskan mat, uppáhaldsmat jólasveinanna, bjúgu með rauðkáli og upppstúf,  plokkfisk, steikt slátur með rófustöppu og kjötbollur með brúnni sósu. Í eftirrétt er svo skyr, grjónagrautur með möndlu að sjálfssögðu og ROYAL súkkulaðibúðingur. Borðhaldið hefst um kl. 12.  Einhverntíma á meðan á borðhaldi stendur má eiga von á glorhungruðum jólasveinum – beint ofan af Hafnarfjalli. Þeir reyna að krækja sér í bita og beita til þess ýmsum brögðum. En róast svo þegar þeir hafa fengið nægju sína og dansa með krökkunum í kringum jólatréð. Kl. 14 hefst svo brúðuleiksýningin Pönnukakan hennar Grýlu. Við reynum a stilla verðinu í hóf  td er frítt í matinn fyrir börn yngri en 6 ára. 6 – 14 ára borga kr. 1500 en fullorðnir kr. 2800. Matargestir greiða síðan kr. 1000 á brúðusýninguna en það er líka hægt að fara bara á sýninguna en þá kostar það kr. 1500.

 

Nú endurtökum við leikinn og erum vonandi með því að skapa hefð sem verður fastur liður á aðventunni í Landnámssetri. Aðventan er svo mikið tími hefðanna. Þá eru góðar minningar búnar til og síðan endurteknar ár eftir ár.  SMG

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja sussu jamm,,

ilminnn af góðjætinu lagði upp í fjalllið svo við urðum bara að fara á stjá og krækja okkur í beta og mekið assgoti smakkaðist þetta vél.hjéðanífrá munum við alltaf mæta í landnámssetrið í jólaveizlur .

Kjærar kvejur frú Grýla og hennar hyski

Grýla Leppesen (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 14068

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband