Tími árshátíðanna

Það eru alltaf fleiri og fleiri fyrirtæki sem kjósa að halda árshátið í Landnámssetri. Á laugardaginn voru það starfmenn veitingahúsanna Maður lifandi og næsta föstudag koma til okkar yfir 120 starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar.

Menn lifandi komu um kl 17 og byrjuðu á að sjá leiksýninguna Mr. Skallagrímsson, fengu sér fordrykk í hlé og eftir sýningunna beið þeirra hlaðborð að hætti Landnámsseturs. Eftir skemmtiatrið og var slegið í og dansað fram að miðnætti og þá haldið í bæinn.

Árshátiðin á föstudag verður með öðru sniði og mjög spennandi verkefni fyrir okkur. Hingað til höfum við ekki gert ráð fyrir að geta tekið á móti nema um 100 manns í mat í einu en þau verða 120. Þá er ekki leiksýning en fordrykkur, 5 rétta kvöldverður, skemmtiatriði og dans. Það verður krefjandi verkefni að láta allt smella. En við erum búin að fara yfir alla þætti og ef skipulagið stenst (sem ég veit að það gerir) þá opnast enn nýjir möguleikar í Landnámssetri - þe að geta tekið á móti stórum hópum. 

Í dag var verið að plana hvernig við komum upp myndavél í Arinstofu sem varpar á skjá niður í aðalsalinn - þetta verður reynt á morgunn.....  Gísli Einars og Kjartan fara í málið....  læt vita hvernig það tókst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þetta er flott fyrirtæki sem þú og frú eruð búin að koma á koppinn. Ég er stolt af að vera Borgnesingur þegar ég les eða heyri eitthvað um ykkur.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 23.3.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband