Gáttaverkefni, útskrift og bein útsending

Það var mikið um að vera hjá okkur í dag mánudag 6.apríl. Byrjaði kl. 9:30 - þegar undir venjulegum kringumstæðum allt er enn lokað. Var mætt á svæðið til að undirbúa fund með félögum í ferðaþjónustu á Vesturlandi sem erum að vinna samstarfverkefni undir handleiðslu Nýsköpunar miðstöðvar þegar Helga Haraldsdóttir, ferðamálafulltrúi Samgönguráðuneytisins, Karitas Gunnarsdóttir úr Menntamálaráðuneytinu, Hallmar Sigurðsson, Elísabet Haraldsdóttir og fleiri kíktu við í kaffi á leið í Stykkishólm að undirbúa Menningarráðstefnu.

Fundur í Gáttaverkefninu byrjaði kl. 10 átti að standa til tvo enn allt og margt órætt þegar tæknimaður útvarpsins þurfti að komast til að stilla upp fyrir beinu útsendinguna sem átti að hefjast kl. fjögur. Við færðum okkur þá bara yfir á Sögulofti sem er mjög góður staður fyrir litla fundi.

Kl. fjögur hófst svo beina útsendingin en á sama tíma útskrift hjá Símenntun. Semsagt líf í hverju horni og fullt af útlendingum að skoða sýningarnar um Landnámið og Egil.

Svona eiga mánudagar að vera.Wink 

smg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 14074

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband