Ekki dugar þetta

Bloggfærslur mína hafa ekki verið í réttu hlutfalli við það sem er um að vera í Landnámssetri. En nú dugar þetta ekki lengur það heimsótti einn bloggsíðuna okkar í gær - sennilega ég sjálf. En það er mikið að gerast og heilmikið í fréttum - núna td sem þessi orð eru skrifuð er hópur frá lögfræðiskrifstofu í Reykjavík að þreyta rakleik þeirra Skallagríms og Brákar. Þetta er frábærlega skemmtilegur leikur sem fer um einhverja dæmalausustu söguslóð Íslendingasagnanna. Þetta er leiðin sem Þorgerður Brák flúði niður í gegnum núverandi Borgarnesbæ undan Skalla-Grími eftir knattleikinn fræga. Ambáttin Brák bjargaði þar með lífi Egils Skalla-Grímssonar barnsins sem hún tók að sér að fóstra en lét sitt eigið líf.

FYRSTA KVENHETJA ÍSLANDSSÖGUNNAR. Þessi leið liggur úr Sandvík, innarlega á Borgarnesi og niður að Brákarsundi. Leiðin er u.þ.b. hálftíma löng ef maður þekkir hana og gengur án tafa á leiðinni.

Ratleikurinn gengur út á að skipta hópnum í tvennt í dag eru stelpurnar í Brákarliði og strákarnir í Skallagrímsliði og hvor hópur um sig verður að finna sex "fjársjóði" á leiðinni og leysa ýmiskonar þrautir og fyrir allt fást stig. Það lið vinnur ratleikinn sem verður á undan niður að
Brákarsundi og/eða vinnur flest stig. Léttar spurningar við hvern fjársjóðs-stoppustað gefa líka stig.

 Í dag er dembandi rigning og það var það líka þegar Skipulagsstofnun fór í ratleikinn og við tókum þessa mynd.Copy of Ratleikur 020


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband