5.10.2007 | 19:54
Ekki dugar þetta
Bloggfærslur mína hafa ekki verið í réttu hlutfalli við það sem er um að vera í Landnámssetri. En nú dugar þetta ekki lengur það heimsótti einn bloggsíðuna okkar í gær - sennilega ég sjálf. En það er mikið að gerast og heilmikið í fréttum - núna td sem þessi orð eru skrifuð er hópur frá lögfræðiskrifstofu í Reykjavík að þreyta rakleik þeirra Skallagríms og Brákar. Þetta er frábærlega skemmtilegur leikur sem fer um einhverja dæmalausustu söguslóð Íslendingasagnanna. Þetta er leiðin sem Þorgerður Brák flúði niður í gegnum núverandi Borgarnesbæ undan Skalla-Grími eftir knattleikinn fræga. Ambáttin Brák bjargaði þar með lífi Egils Skalla-Grímssonar barnsins sem hún tók að sér að fóstra en lét sitt eigið líf.
FYRSTA KVENHETJA ÍSLANDSSÖGUNNAR. Þessi leið liggur úr Sandvík, innarlega á Borgarnesi og niður að Brákarsundi. Leiðin er u.þ.b. hálftíma löng ef maður þekkir hana og gengur án tafa á leiðinni.
Ratleikurinn gengur út á að skipta hópnum í tvennt í dag eru stelpurnar í Brákarliði og strákarnir í Skallagrímsliði og hvor hópur um sig verður að finna sex "fjársjóði" á leiðinni og leysa ýmiskonar þrautir og fyrir allt fást stig. Það lið vinnur ratleikinn sem verður á undan niður að
Brákarsundi og/eða vinnur flest stig. Léttar spurningar við hvern fjársjóðs-stoppustað gefa líka stig.
Í dag er dembandi rigning og það var það líka þegar Skipulagsstofnun fór í ratleikinn og við tókum þessa mynd.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.