Gleðileikurinn Guðdómlegi

Leikararnir sem léku í Hinum Guðdómlega gleðileik um fæðingu Jesú Kristí sem fluttur var í Menntaskólanum í Borgarnesi á þriðju jólum í fyrra komu saman til fyrsta samlestrar í gær mánudaginn 7. desember.

Nánast allir sem voru með í fyrra verða aftur með í ár og er heilmikil tilhlökkun í hópnum. Hugmyndin er að gera þetta allt eins líkast því og gert var í fyrra enda eru jólinn tími hefðanna og engin ástæða til að breyta nokkru. Þó er aldrei að vita nema einhver minni í viðburði líðandi árs bætist við en það ræðst af efnum og aðstæðum.

Hópurinn er semsagt búinn að hittast og nú er bara að dusta rykið af leikmyndinni og búningunum og taka daginn frá.

Nú eins og í fyrra hefst Gleðileikurinn með stuttri helgistund í Borgarneskirkju kl. 18. Að því loknu afhendir Björgunarsveitin blys fyrir utan kirkjuna. Allir ganga svo í blysför niður himnastigan með viðdvöl við Tónlistarskólann þar sem sungin eru jólalög. Gleðileikurinn hefst svo í Menntaskólanum um kl. 19 eða þegar blysförin er komin í hús og fólk hefur komið sér fyrir.

Kórarnir sem taka þátt eru Barnakór Borgarbyggðar, Freyjukórinn og Kammerkór Vesturlands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Þór Theodórsson

Hvaða dag er hátíðin ?

Eiríkur Þór Theodórsson, 22.12.2009 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband