Sagnasnillingar tónlistar og orðs

Hneigja sig eftir vel heppnaða sýninguÞegar KK og Einar Kárason frumsýndu uppákomu sína Svona eru menn á Söguloftinu í Landnámssetrinu milli jóla og nýjárs í fyrra vissi maður í raun og veru ekki almennilega hvað þetta væri eiginlega. Var þetta leikrit, nei. söngleikur, nei, tónleikar, nei. og af því maður þarf alltaf að flokka allt kölluðum við þetta sagnaskemmtun. Samt náði það orð ekki heldur yfir það sem þarna fór fram. Galdur eða gjörningur var kannski besta orðið. Alla vega hittu þeir félagar þarna á tón sem var tær og sérstakur - þarna fór í gang framvinda í tónum og tali sem líður þeim er þarna komu seint úr minni. Við þurftum því miður að hætta sýningum allt of snemma - KK fór til Kína að taka upp ferðalög með Magga Eiríks og Einar fór til Þýskalands að kynna og lesa úr nýrri þýskri þýðingu á bókinni sinni STORMI.

Fyrir þá sem ætluðu endilega að sjá þá félaga en misstu af verður aukasýning 10. nóv. kl. 17. Þetta er laugardagur og tilvalið að panta sér borð í Landnámssetir og borða á eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband