Aðalfundur í Hótel Ólafsvík og skemmtileg heimsókn í Sögusetur Grundafjarðar

Vorum að koma af aðalfundi ASG (samstarfshópur um 20 fyrirtækja á Vesturlandi sem í ferðaþjónustu) sem haldinn var í Hótel Ólafsvík í gær en færðist síðan í Hótel Framnes í Grundarfirði og breyttist í vinnufund í í dag mánudag 5. nóvember. Strax við komuna til Grundarfjarðar tók Ingi Hans í Sögusetrinu í Grundarfirði á móti okkur og sagði okkur dæmalaust skemmtilega og örugglega sanna sögu af uppruna James Bond. Fyrirmynd Ian Flemming að hetjunni er maður að nafni William Stephensson sem átti vægast sagt skrautlega ævi. En William þessi er sonur Vigfúsar nokkurs Stefánssonar sem fluttist til Vesturheims frá Snæfellsnesi á síðari hluta 19. aldar. Ekki var svo síður skemmtilegt að sjá sýninguna sem Ingi hefur sett upp með eigin hendi. Þar getur að líta alls kyns gamla hluti hlaðna sögu og hefur Ingi smiðað utan um þessa hluti umgjörð í tíðaranda þeirra. Lítið bárujárnhús er þarna, vélbátur og leikfangabúð - Þórðarbúð. Hann leiddi okkur um sýninguna og er of langt mál að rekja innihald hennar hér en ég hvet alla þá sem leið eiga í Grundarfjörð næsta sumar (veit ekki hvernig sýningin er opin í vetur) að skoða hana. Þarna er líka mikið ljósmyndasafn og margt fleira. Deginum lauk svo með kvöldverði í hinu nýuppgerða Hótel Framnesi sem Sheila og Gísli hafa nú rekið í rúmt ár.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband