10.11.2007 | 16:05
Við óskum Norðursiglingu til hamingju!
Það var sérlega ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar í gær en Landnámssetur hlaut þau í fyrra. Það var Norðursigling á Húsavík sem fékk verðlaunin í ár. Þeir ágætu bræður Hörður og Árni Sigurbjarnarsynir og þeirra samstarfsfólk eru vel að þessari viðurkenningu komin. Nú í 13 ár hafa þeir unnið markvisst að uppbyggingu hvalaskoðunar á Húsavík og náð slíkum árangri að næstum nauðsynlegt þykir fyrir hvern ferðamann sem kemur til landsins að fara til Húsavíkur til að sigla með þeim í þeirra söguríku eikarbátum og komast þannig í kynni við þessar mögnuðu skepnur, hvalina. Norðursiglingu hefur tekist að gefa Húsavík þá ímynd að þar sé helsta miðstöð hvalaskoðunar á Íslandi. Það var gaman að spjalla við þá bræður eftir afhendinguna. Því miður höfum við ekki ennþá farið í hvalaskoðunarferð eða kynnst þeirra glæsilega fyrirtæki af eigin raun. En hinsvegar erum við nú búin að heita því á okkur að fara til Húsavíkur í heimsókn til Norðurferða við fyrsta tækifæri, koma við á Síldarminjasafninu og kannski fara í leikhús á Akureyri. KR
Á myndinni má sjá Arna, Hörð og Kristján Möller, samgönguráðherra og núverandi ráðherra ferðamála en eins og margir vita fer þessi málflokkur í nýtt Atvinnumálaráðuneyti um áramót undir forystu Össurs Skarphéðinssonar. Kristján sagði í ávarpi sínu við afhendinguna í gær að þó hann myndi sakna þessa málaflokks þegar hann færi úr ráðuneytinu, og ekki síst Helgu Haraldsdóttur starfsmann ráðuneytisins í ferðmálum sm fylgir honum í Atvinnumálaráðuneytið, væri hann þess fullviss að ferðamál væru vel komin hjá Össuri og aðstoðarmanni hans Einari Karli Haraldssyni.
Við Kjartan vorum fengin til að segja frá því við afhendinguna hvaða þýðingu viðurkenning sem þessi hefði. Í stuttu máli hún hefur gífurlega þýðingu og við höfum notað okkur hana óspart. Létum gera gullstjörnu sem við límum á allt okkar kynningarefni og látum það fylgja með í öllu sem um okkur er skrifað að við höfum fengið þessi verðlaun. Og þó nú séu komnir nýir verðlaunahafar munum við halda áfram að flagga þessum heiðri. smg
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.