23.11.2007 | 11:04
Námskeiðin byrjuð-Norræn goðafræði-Íslendingasögur á Vesturlandi
Nú hafa verið haldin þrjú námskeið í námskeiðaröðum Landnámsseturs, Snorrastofu og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Flokkarnir er tvei sem námskeiðin eru haldin í. NORRÆN GOÐAFRÆÐI og ÍSLENDINGASÖGGUR Á VESTURLANDI.
INGUNN ÁSDÍSARDÓTTIR var með fyrsta fyrirlesturinn um norræna goðafræði í Snorrastofu þann 15.oktober. Ingunn talaði um rannsóknir sínar á Freyju og Freyjudýrkunn. Ingunn er með mjög áhugaverðar pælingar um gyðjuna og vill meina að hún hafi gegnt miklu þýingarmeira hlutverki í heiðni en Snorri Sturluson vill vera láta.
BENEDIKT ERLINGSSON hússtoltið okkar hér í Landnámssetri var hinsvegar með fyrst fyrirlesturinn í flokknum Íslendingasögur á Vesturlandi. Benedikt samdi og lék í uppfærslunni á ORMSTUNGU fyrir u.þ.b. tíu árum. Hann var því kjörinn að fjalla um Gunnlaugssögu ormstungu. Það varð að fresta námskeiðinu vegna illviðris. Það átti upphaflega að vera 22. okt en var haldið 12. nóvember. Við vorum því miður fjarri góðu gamni en höfum heyrt að Benedikt hafa staðið sig með miklum ágætum og farið óhefbundnar leiðir í flutningi á sínum fyrirlestri.
BERGLJÓT KRISTJÁNSDÓTTIR var með annan fyrirlesturinn á Íslendingasagna Vesturlands námskeiðinu. Það var núna á mánudaginn 19.nóvember. Bergljót talaði um Laxdælu og hún fór á mikum kostum í sínu tali. Það er óborganlegt að fá jafn mikið afbragðs fólk og hér er á ferðinni til að kveikja áhuga og umhugsum hjá okkur um okkar forna arf.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.