26.11.2007 | 08:02
Hrifinn af Fimm í tangó
Þó vika sé liðin frá því að Fimm í tangó héldu tónleika í Landnámssetri langar mig að koma á framfæri umsögn Þorleifs Gestssonar - hans Tolla sem reyndar vinnur í Landnámssetri en hans skoðun er ekkert minna virði fyrir það. Hann svar semsagt svo yfir sig hrifin eftir tónleikana á sunndudaginn að hann gat ekki orða bundist og setti eftirfarandi niður á blað. Fimm í tangó eiga eftir að halda fleiri tónleika og því um að gera að koma þessu á framfæri. SMG
FIMM Í TANGÓ.
Fyrir nokkrum dögum fór ég á tónleika í Landnámssetri Íslands Borgarnesi með hljómsveitinni Fimm í tangó. Áður en ég fór á tónleikana vissi ég ekki mikið um bandið, ég þekkti nafnið Tatu Kantomaa og ég vissi að hljómsveitin spilaði aðallega finnskan tangó. Hljómsveitina skipa: Ágúst Ólafsson söngur, Kristín Lárusdóttir selló. Íris Dögg Gísladóttir fiðla, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó og Tatu Kantomaa harmonika Tónleikarnir byrjuðu á tilsettum tíma og strax í fyrsta lagi komu hæfileikar og leikgleði hljómsveitarinnar í ljós, kraftmikil söngrödd Ágústs og fjórir flinkir hljóðfæraleikarar mynduðu jafna og góða heild, eins og hin fullkomna efnablanda sem myndar sprengikraftinn. Manni fanns enginn einn standa hinum framar eða skyggja á meðspilendur sína.
Viðtökurnar sem hljómsveitin fékk í Landnámssetrinu voru frábærar og ætluðu fagnaðarlátunum aldrei að linna. Þegar fólk fór að tínast út spurði ég hljómsveitarmeðlimina hvort ekki væri diskur á leiðinni, þau brost vandræðalega og sögðu,,, þetta eru nú eiginlega fyrstu tónleikarnir okkar.Á leiðinni heim varð mér hugsað, svona tónlist vantar mig í geisladiskasafnið mitt.
Þorleifur Geirsson.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Thví midur gat ég ekki verid vidstødd thetta tónleikahald hjá krøkkunum:( En ég hef heyrt nákvæmlega thad sama frá ødrum sem voru í Reykjanesbæ og Idnó í Reykjavík Glatt og afslapad spil.. Enda gott tónlistarfólk á svidinu.. Vona ad ég fái ad heyra í theim á svidi..
Erna Braga (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.