26.11.2007 | 08:20
Konur í atvinnurekstri þinga í Kaíró
Er stödd á ráðstefnu félags kvenna í atvinnurekstir FCEM sem haldin er í Kaíró þessa dagana. FKA - félag kvenna í atvinnurekstri er aðilið i FCEM og hér eru 11 íslenskar konum auk mín. Sennilega hlutfallslega flestir frá Íslandi - ekkert nýtt er það við mest miðað við höfðatölu. Ég ætlaði reyndar ekki að fara. Var ekki viss um að Landnámssetur hefði eitthvað á því að græða, - en skipti um skoðun þegar hringt var í mig frá FKA og mér tilkynnt að Landnámssetur og ég sem framkvæmdastjóri væri tilnefnd til að keppa í flokknum áhugverðasta fyrirtækið sem stofnað hafi verið á síðustu þremur árum. Mér fannst þetta mikill heiður fyrir okkur öll sem að Landnámssetri stöndum og ef maður er tilnefndum er alltaf möguleika á sigri svo ég ákvað að skella mér til Kaíró.
Og hér er ég búin að vera í 3 daga, fjórði að renna upp - mikið í gangi og fulltrúar íslensku sendinefndarinnar á fullu að sitja fundi. fyrirlestra, mingla og jafnvel stjórna pallborðsumræðum en það gerði Aðalheiður Karlsdóttir með miklum sóma í gær. Úrslitin um áhugaverðustu fyrirtækin verða kynnt í kvöld spennandi ... má ekki vera að skrifa meira í bili. set myndir og frétti inn seinna.
með kveðju frá Kaíró. smg
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.