Komin tilbaka frá Kaíró

Ævintýranleg ferð til Kaíró er á enda. Kom heim í nótt eftir 24 tíma ferðalag.  Ekki að það taki svona langan tíma að fljúga heldur var löng bið í London og svo var ung ófrísk kona sem var um borð með okkur í flugvélinni svo ólánsom að missa vatnið. Vélinni var snúið til Glasgow og konan flutt á börum frá borði. VSendi henni góðar óskir og vona innilega að allt fari vel.

Francoise Foning afhendir verðlauninEn það var gaman að koma heim sem verðlaunahafi. Semsagt Landnámssetrið fékk Nýsköpunarferðlaun Alþjóðasamta kvenna í atvinnurekstir FCEM á heimsþingi félagsins í Kaíró.  Við erum að vonum glöð með það. Samkvæmt úrskúrði dómnefndar réð úrslitum við valið að þarna eru á ferðinni frumkvöðlar sem hafa með styrk frá ríki, sveitarfélagi og einkaaðilum unnið með menningararfinn í ferðaþjónustu. Þetta samspil þykir athyglisvert sérstaklega meðal Afríkuríkja sem í síauknum mæli vilja efla menningartengda ferðaþjónustu. Einnig þótti starfssemi Landnámsseturs jákvætt framlag til samfélagsins og sú staðreynd að þar fór saman menningarstarf, rekstur veitingahúss og verslunar. Ég hélt reyndar í upphafi að  Landnámssetur sem að mestu leyti hefur verið byggt upp fyrir styrki frá ríki, sveitarfélagi og einkaaðilum ætti ekki mikla möguleika á vettvangi einkarekstrarins og því kom mér á óvart að domnefndin skyldi einmitt telja þessi tengsl við samfélagið fyrirtækinu til framdráttar.

Íslenski hópurinn og vinirEn ég er þakklát FKA félagi kvenna í atvinnurekstri fyrir að tilnefna Landnámssetur og mig sem stjórnanda til þessara verðlauna. Landnámssetur var eitt íslenskra fyrirtækja tilnefnt til verðlauna en ég var þarna alls ekki ein á ferðl  Alls vorum við 12 íslenskar konur á ráðstefnunni; Aðalheiður Karlsdóttir frá Eignaumboðinu, Rúna Magnúsdóttir frá tengjumst.is, Inga Sólnes frá Gestamóttökunni, Agnes Arnardóttir frá Úti og inni á Akureyri, Þóra Guðmundsdóttir og Jaqueline Cardoso da Silva frá Yndisseið ehf, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir frá Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi, Svanhvít Aðalsteinsdóttir frá Navía og Hansína Einardóttir frá Hótel Glym.

Aðalheiður Karlsdóttir Þetta var að sjálfssöðu fjölmennasa sendinefndin miðað við fólksfjölda og talsvert áberandi á ráðstefnunni. Aðalheiður Karlsdóttir stýrði td pallborðsumræðum um hvernig fá megi alþjóða- og landnssamtök til að beina sjónum sýnum og styrkja konur í hópi frumkvöðla og oft var vitnað til íslenskra kvenna og þess hversu jafnréttismál væru vel á veg komin á Íslandi. Það kom því mörgum á óvart þegar við sögðumst ennþá vera að berjast við glerþakið margumtalaða og hér væru enn sárafáar konum í stjórnum stórfyrirtækja og fyrirtækja í fjármálaheiminum. Í því samhengi eru minnistæð orð góðrar vinkonu okkar Deb Leary sem fékk Frumkvöðlaverðlaun ráðstefnunnar fyrir frábært fyrirtæki sem ég ælta að skýra seinna frá á þessari bloggsíðu.  En semsagt Deb sagði: Please Let´s forget the Glassroof - We can build our own Cathedrals. Gleymum glerþakinu - byggjum okkar eigin dómkirkjur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband