28.11.2007 | 12:19
Komin tilbaka frá Kaíró
Ævintýranleg ferð til Kaíró er á enda. Kom heim í nótt eftir 24 tíma ferðalag. Ekki að það taki svona langan tíma að fljúga heldur var löng bið í London og svo var ung ófrísk kona sem var um borð með okkur í flugvélinni svo ólánsom að missa vatnið. Vélinni var snúið til Glasgow og konan flutt á börum frá borði. VSendi henni góðar óskir og vona innilega að allt fari vel.
En það var gaman að koma heim sem verðlaunahafi. Semsagt Landnámssetrið fékk Nýsköpunarferðlaun Alþjóðasamta kvenna í atvinnurekstir FCEM á heimsþingi félagsins í Kaíró. Við erum að vonum glöð með það. Samkvæmt úrskúrði dómnefndar réð úrslitum við valið að þarna eru á ferðinni frumkvöðlar sem hafa með styrk frá ríki, sveitarfélagi og einkaaðilum unnið með menningararfinn í ferðaþjónustu. Þetta samspil þykir athyglisvert sérstaklega meðal Afríkuríkja sem í síauknum mæli vilja efla menningartengda ferðaþjónustu. Einnig þótti starfssemi Landnámsseturs jákvætt framlag til samfélagsins og sú staðreynd að þar fór saman menningarstarf, rekstur veitingahúss og verslunar. Ég hélt reyndar í upphafi að Landnámssetur sem að mestu leyti hefur verið byggt upp fyrir styrki frá ríki, sveitarfélagi og einkaaðilum ætti ekki mikla möguleika á vettvangi einkarekstrarins og því kom mér á óvart að domnefndin skyldi einmitt telja þessi tengsl við samfélagið fyrirtækinu til framdráttar.
En ég er þakklát FKA félagi kvenna í atvinnurekstri fyrir að tilnefna Landnámssetur og mig sem stjórnanda til þessara verðlauna. Landnámssetur var eitt íslenskra fyrirtækja tilnefnt til verðlauna en ég var þarna alls ekki ein á ferðl Alls vorum við 12 íslenskar konur á ráðstefnunni; Aðalheiður Karlsdóttir frá Eignaumboðinu, Rúna Magnúsdóttir frá tengjumst.is, Inga Sólnes frá Gestamóttökunni, Agnes Arnardóttir frá Úti og inni á Akureyri, Þóra Guðmundsdóttir og Jaqueline Cardoso da Silva frá Yndisseið ehf, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir frá Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi, Svanhvít Aðalsteinsdóttir frá Navía og Hansína Einardóttir frá Hótel Glym.
Þetta var að sjálfssöðu fjölmennasa sendinefndin miðað við fólksfjölda og talsvert áberandi á ráðstefnunni. Aðalheiður Karlsdóttir stýrði td pallborðsumræðum um hvernig fá megi alþjóða- og landnssamtök til að beina sjónum sýnum og styrkja konur í hópi frumkvöðla og oft var vitnað til íslenskra kvenna og þess hversu jafnréttismál væru vel á veg komin á Íslandi. Það kom því mörgum á óvart þegar við sögðumst ennþá vera að berjast við glerþakið margumtalaða og hér væru enn sárafáar konum í stjórnum stórfyrirtækja og fyrirtækja í fjármálaheiminum. Í því samhengi eru minnistæð orð góðrar vinkonu okkar Deb Leary sem fékk Frumkvöðlaverðlaun ráðstefnunnar fyrir frábært fyrirtæki sem ég ælta að skýra seinna frá á þessari bloggsíðu. En semsagt Deb sagði: Please Let´s forget the Glassroof - We can build our own Cathedrals. Gleymum glerþakinu - byggjum okkar eigin dómkirkjur.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.