4.12.2007 | 01:05
Einn af fimm hæstu styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði veitt til hönnunar á Sögualdarsýningum
Á laugardaginn var, 1.desember var úthlutað við hátíðlega athöfn úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2008. Við hjá Landnámssetri vorum svo heppin að fá einn af fimm hæstu styrkjunum sem úthlutað var í þetta sinn. Í reglum sjóðsins segir: "Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annara aðili, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vermd þeirra verðmæta lands og menningar sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað að styrkir úr sjóðnum verði viðbótaframlög til þeirra verkefna sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra, eða draga úr stuðningi annarra við þau" Alls bárust 106 umsóknir um styrki. Úthlutað var að þessu sinni 55 styrkjum að fjárhæð samtals 25.300.000 kr. Hæstu styrkirnir fimm námu einni milljón króna á hvern aðila.Landnámssetur fékk einn af þeim.
Ættlast er til að sótt sé um til ákveðinna verkefna, en ekki í rekstur stofnana eða fyrirtækja. Við sóttum um þennan styrk sérstaklega til að greiða fyrir fyrsta hluta á hönnun á helmingsstækkun á sýningum Landnámssetursins. Hugmyndin er að hanna næst, og síðan vonandi byggja, tvær sýningar um næstu öld Íslandssögunnar; Söguöldina. Þessar sýningar geta tekið öllum breytingum á hönnunarferlinu. En eins og við sjáun þær fyrir okkur núna þá yrði önnur sýningin yfirlitssýning um framvindu Sögualdarinnar, allt frá því að Þjóveldið er stofnað 930, skipulag Alþingis við Öxará, landafundir Grænlands og Ameríku, kristnitakan á þinginu árið 1000 og framvindan þar til fyrsti biskupinn tekur við embætti í Skálaholti Ísleifur Gissurarson árið 1056.
Hin sýningin yrði persónusaga einhvers einstaklings frá Söguöldinni, upp úr Íslendingasögunum. T.d. Þorsteinn hvíti Egilssonar á Borg, eða Snorra goða á Hélgafelli eða Njáls á Berþórshvoli. Við eigum mikið eftir að skoða og velta vöngum. Við vonum bara að okkur takist að gera söguöldinni skil líkt og við höfum fengið góðar móttökur á sýningar okkar um Landnámsöldina.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.