Vetrarlandið Ísland- Norðurland í þrjá daga.

 

Kaldb.kotVið Kjartan tókum okkur frí um helgina frá Landnámssetri og sóttum heim góða vini á Norðurlandi. Kjartan hafði verið að halda fyrirlestur á námskeiði á vegum Nýsköpunarstofnunar Íslands um vaxtasprota i heimabyggð og ég ákvað að hitta hann að því búnu. Hann hafði komið sér fyrir í litlu sumar/vetrar húsi hjá þeim hjónum Snædísi og Sigurjóni í Kaldbakskoti, notaði daginn á meðan ég keyrið norður við að lesa handrit. Þessi litlu hús eru algjörir sælureitir í kjarri vöxnu landinu. Held áframferðasögunni á morgun og set inn myndir....

 

Sirrý v. Mývatn....Ég ætla að halda hér svolítið áfram. Ég heiti Kjartan. Nú er næstum liðin vika frá því að hún Sigríður Margrét byrjaði að skrifa af ferð okkar norður. Við nutum þessara daga fyrir norðan og þeir urðu okkur mikil kvatning. Við fórum frá einum frumkvöðlinum til annars heimsóttum þá og skoðuðum uppbyggingarstarfið. Á föstudags eftirmiðdegi hittum við bræðurna í Norðursiglingu Árna og Hörð Sigurbjarnasyni. Föstudagskvöldið og nóttina áttum við í góðu yfirlæti á Hótel Mývatni hjá hjónunum Yngva Ragnari og Ásdísi.

 

 

Bernt,Hildur & SirrýÞá fórum við upp í Svarfaðadal og skoðuðum leikbrúðuverksstæðið hjá Bent Ogrotnik og Hildi konunni hans á Þvedrá í Skíðadal. ÞAu eru búin að breita gömlu minkabúi í brúðu-vinnuverkstæði. Síðan ætla þau að gera safn með öllum brúðunum hans Bernts sem hann hefur búið til í gegnum tíðina. Í því safna hafa þau hugsað sér að gera lítinn leikhússal þar sem hópar kæmu í heimsókn og sæju sýningarnar hans Bernts og fengju e.t.v kaffi og vöflur hjá Hildi.  Á laugardagskvöldinu vorum við komið í heimsókn hjá Örlygi Kristfinnssyni í Síldarmynjasafninu á Siglufirði og Guðnýju konu hans.

 

Örlygur & Kjartan Skoðuðum Síldarmynjasafn og Þjóðlagasetur í fylgd Örlyg á sunnudeginum. Allt voru þetta heimsóknir sem fylla okkur af innblæstri og orku. .....Nú verð  ég að hlaupa til og opna Landnámssetrið. Nú á laugardagsmorgni er allt á kafi hér í  Borgarnesi, blint snjókóf fyrir utan húsið. Ég held áfram þegar ég er  kominn niður eftir......... Jæja mestur hluti fyrripartsins fór í að moka snjó af þakinu í Landnámssetri Íslands. En nú langar mig að segja ykkur aðewins af herimsókn okkar til Örlygs Kristfinnssonar í Síldarmynjasafnið. Viðkomum síðast í heimsókn til hans sumarið 2003. Við höfum oft sagt að það hafi verið að hlut innblástur að sjá starfið hans í Síldarmynjasafni. Hafi safnið verið merkilegt þá þá er það algjörlega einstakt núna. Þetta er einhver merkilegasti viðkomustaður sem ferðamenn geta heimsótt á Íslandi (og þótt víða verði leitað) Ég spái því að með opnum Héðinsfjarðarganga muni verða sprenging í aðsókn að Síldarmynjasafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekkert hraun við Kaldbak nema nnokkrir aðfluttir steinar. En staðurinn frábær

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband