20.1.2008 | 13:37
Annasamt í hliðarverkefnum
Þessi vika hefur verið mikil dagsskrá í hinum ýmsu spennandi hliðarverkefnum tengdum Landnámssetrinu. Á mánudagskvöldi var námskeiðið NORRÆN GOÐAFRÆÐI sem er samstarfsverkefni Snorrastofu, Landnámsseturs og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Janúarfyrirlesturinn var haldinn af Gísla Sigurðssyni fræðimanni við Árnastofnum. Hann var með verulega skemmtilegar bollaleggingar um hugsanleg tengsl hinna heiðnu goðheimanna við stjörnuhvolfið á himninum.
Á þriðjudeginum var fundur í Landnámssetri um "Aðgengi á ferðamannastöðum". Það var All Senses group sem boðaði til fundarins. Framsögumenn voru Valur Þór Hilmarsson frá Ferðamálstofu, Guðný þjóðgarðsvörður í Snæfellsnessþjóðgarði og Bjarni Jóhannesen frá Vegagerðinni. Vel var mætt af áhugafólki um aðgengismál ferðastaða eða u.þ.b. fjörutíu manns. Því var beint til stjórnar ASG að kalla saman vinnunefnd til að þrýsta á um umbætur í aðgengismálum á Vesturlandi. Ragnar Frank Kristjánsson fyrrv. þjóðgarðsvörður í Skaftafelli var á fundinum og lýsti sig fúsan að taka þátt í störfum slíkrar nefndar. Nú er s.s. boltinn hjá stjórn ASG (All senses group.) Það er sannarlega óskandi að málið detti ekki niður dautt heldur að einhver sinni því.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.