31.1.2008 | 15:36
Nú fer allt að gerast
Var að koma af hádegisverðafundi FKA sem haldinn var til að fylgja eftir auglýsingunni sem birtist í dagblöum í dag þar sem 100 konur lýsa sig fúsar til að taka sæti í stjórnum stórfyrirtækja. Þar hélt Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra gott erindi þar sem hann dró fram í dagsljósið niðurstöður rannsókna sem allar benda til þess að þeim fyrirtækjum sem hafa jafna kynjaskiptingu í stjórnum og/eða stjórnunarstöðum eru síður hætt við að lenda í alvarlegum vanskilum.
Mikil bjartsýni ríkti á fundinum og voru langflestar konurnar fullvissar um að nú færi allt að gerast - og vilja bíða með að setja kynjakvóta í þeirri von að fyrir 2010 verði þetta komið í lag. Allir nema Ingvi Hrafn sem nóta beni var eini karlinn á fundinum utan ráðherra (sem sérstaklega var boðið). Ingvi vill kynjakvóta og meira en það: "Það þarf að berja þessa karla í hausinn" sagði hann. "Og hvar eru karlarnir sem skipa í stjórnir af hverju eru þeir ekki hér. Jú þeir vilja ekki konur.... þeir vilja ekki konur... " Við hinar trúum þessu náttúrlega ekki - en viljum samt fara sjá verkin tala.
Því þetta er ekki í fyrsta sinn sem vakin er athygli fjarveru kvenna í stjórnum og þetta er ekki í fyrsta sinn sem konur blása til sóknar. Í febrúar fyrir þremur árum tóku konur í félagi lögfræðinga, hjúkrunarfræðinga og endurskoðenda sig til og skoruðu á stjórnendur að skipa konur í stjórnir og fylgdu því eftir um vorið með því að gera talningu. Lítið hafði breyst og þó - margir lífeyrissjóðir tóku sig til og fjölguðu konum í stjórnum sínum. Nú er þó staðan þannig að aðeins einn lífeyrissjóður er með fleiri konur en karla í stjórn og 3 með jafnmargar konur og karla. Einn þeirra er lífeyrissjóður VR.
Á fundinum kom upp sú hugmynd að konur færu að velja sér lífeyrisjóð eftir þvi hversu margar konur sitja í stjórn. Því liggur beint við að flykkja sér í þessa fjóra lífeyrisjóði sem standa sig svona vel. Enda ef meiri líkur á góðir ávöxtun ef marka má þær rannsóknir sem viðskiptaráðherra vitnaði í.
Einnig var um það rætt að láta verkin tala og beina viðskiptum frekar til þeirra fyrirtækja sem virða jafnrétti í verki. Veit ekki alveg hvernig það er í framkvæmt en við í Landnámssetri getum verið róleg því stjórnin er skipuð 2 konum og 3 körlum 40% reglan virk og aðrir stjórnendur eru konur.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.