Nú fer allt að gerast

Var að koma af hádegisverðafundi FKA sem haldinn var til að fylgja eftir auglýsingunni sem birtist í dagblöum í dag þar sem 100 konur lýsa sig fúsar til að taka sæti í stjórnum stórfyrirtækja. Þar hélt Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra gott erindi þar sem hann dró fram í dagsljósið niðurstöður rannsókna sem allar benda til þess að þeim fyrirtækjum sem hafa jafna kynjaskiptingu í stjórnum og/eða stjórnunarstöðum eru síður hætt við að lenda í alvarlegum vanskilum.

Mikil bjartsýni ríkti á fundinum og voru langflestar konurnar fullvissar um að nú færi allt að gerast - og vilja bíða með að setja kynjakvóta í þeirri von að fyrir 2010 verði þetta komið í lag. Allir nema Ingvi Hrafn sem nóta beni var eini karlinn á fundinum utan ráðherra (sem sérstaklega var boðið). Ingvi vill kynjakvóta og meira en það: "Það þarf að berja þessa karla í hausinn" sagði hann. "Og hvar eru karlarnir sem skipa í stjórnir af hverju eru þeir ekki hér. Jú þeir vilja ekki konur.... þeir vilja ekki konur... " Við hinar trúum þessu náttúrlega ekki - en viljum samt fara sjá verkin tala.

Því þetta er ekki í fyrsta sinn sem vakin er athygli fjarveru kvenna í stjórnum og þetta er ekki í fyrsta sinn sem konur blása til sóknar. Í febrúar fyrir þremur árum tóku konur í félagi lögfræðinga, hjúkrunarfræðinga og endurskoðenda sig til og skoruðu á stjórnendur að skipa konur í stjórnir og fylgdu því eftir um vorið með því að gera talningu. Lítið hafði breyst og þó - margir lífeyrissjóðir tóku sig til og fjölguðu konum í stjórnum sínum. Nú er þó staðan þannig að aðeins einn lífeyrissjóður er með fleiri konur en karla í stjórn og 3 með jafnmargar konur og karla. Einn þeirra er lífeyrissjóður VR.

Á fundinum kom upp sú hugmynd að konur færu að velja sér lífeyrisjóð eftir þvi hversu margar konur sitja í stjórn. Því liggur beint við að flykkja sér í þessa fjóra lífeyrisjóði sem standa sig svona vel. Enda ef meiri líkur á góðir ávöxtun ef marka má þær rannsóknir sem viðskiptaráðherra vitnaði í.

Einnig var um það rætt að láta verkin tala og beina viðskiptum frekar til þeirra fyrirtækja sem virða jafnrétti í verki.  Veit ekki alveg hvernig það er í framkvæmt en við í Landnámssetri getum verið róleg því stjórnin er skipuð 2 konum og 3 körlum  40% reglan virk og aðrir stjórnendur eru konur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband