15.2.2008 | 01:22
Mykilvægur gestur í heimsókn.
Nú er sá tími ársins sem bæði við og aðrir sem eru í ferðaþjónustu eru að efla tengslin. Í síðustu viku var í heimsókn hér á Vesturlandi Ulrikka Petersson frá svæðisskrifstofu Ferðamálstofu á Norðurlöndum sem staðsett er í menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Ulrikka var mjög hrifin af því sem hún sá hér á Vesturlandi. Það er eitthvað sem hefur orðið okkur hjónunum hér í Landnámssetri mikið umhugsunarefni þær spurningar sem hún og samstarfskona hennar á Norðurlandaskrifstofu Ferðamálastofu Lisbet Johansen spurðu okkur á fundi í haust. Við vorum í heimssókn þar með Mr. Skalla-Grímsson sem við höfum áður bloggað um. Hin áleitna spurning var þessi; Hvað er það sem gerið Vesturland svo sérstakt að ferðamenn skyldu frekar fara þangað en annað?
Okkar svar hefur alltaf verið ljóst: Það er sagan. Við erum alltaf að finna að það eru fleiri og fleiri hér á Vesturlandi sem átta sig á þessari staðreynd. Ég myndi vilja að það festist við Vesturlandið gælunafnið SÖGULANDIÐ - THE SAGA LAND. Rétt eins og í hugum flestra ferðalanga DRAUMALANDIÐ er orðið gælunafn hálendisins. En s.s. sambönd við þá sem eru að selja landið verða aldrei of ræktuð.
Það var sérlega gaman að fá Ulrikku Petersson í heimsókn á þessum vindasömu og snjóþungu febrúardögum. KJARTANUm bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.