23.3.2008 | 16:46
Mr.Skalla-Grímsson hóf aftur sýningar í gær á 150 sýningu!!!
Það var ánægjulegt að hefja aftur sýningar á Mr. Skalla-Grímsson í gær, laugardaginn fyrir páska. Það voru tvær sýningar á fyrsta degi og að sjálfsögðu uppselt á þær báðar. Það er reyndar orðið svo að það er uppselt á allar sýningar á Skalla-Grímsson út maí. Það var líka gaman að því að seinni sýningin í gær var 150. sýning á leikritinu.
Þetta er nú þriðja sýningartímabilið sem Skalla-Grímsson er í sýningu hjá okkur. Benedikt hefur bæði nú í vetur og í fyrravetur lagt niður sýningar vegna annara anna í leikhúsinu. Nú í vetur hefur hann verið að leikstýra sýningu Þjóðleikhúsins á SÓLASRFERÐ sem frumsýnd var í lok febrúar.
Nú þegar eru allar sýningar sem auglýstar hafa verið út maí uppseldar. Það var hinsvegar ákveðið í gær að setja inn þrjár nýjar aukasýningar. Þær verða 9.,11., og 30. maí. (sjá sýningaskrá á heimasíðunni) Nú hefur líka verið gengið frá sýningplani fyrir júnímánuð og eru þær sýningar komnar í sölu frá og með deginum í dag.
Það er sem sagt ekkert lát á aðsókn að þessari verðlaunasýningu Benedikts Erlingssonar. Eftir 150 sýningar er sami þungi í aðsókninni og var strax fyrsta sumarið.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.