24.3.2008 | 12:14
BRÁK hefur sama þunga í miðasölunni.
Það er ekki síður stórkostlegt að hitt flaggskipið okkar hér í Landnámssetrinu sýning Brynhildar Guðjónsdóttur á BRÁK í leikstjórn Atla Rafns Sigurðssonar hefur fengið álíka frábærar viðtökur á Mr.Skall-Grímsson. Bæði í gagnrýni og ekki síður í miðasölunni. Á Brák er líka svo gott sem uppselt út apríl.
Þessar sýningar eru gjörólíkar í hugsun höfundanna, en vegna þess að þær sækja báðar grunnefni sitt í Egilssögu og eru báðar leiknar í sama rýminu þá má segja að þær myndi einskona heild "Tvö tilbrigði um sama tema". Því hefur borið nokkuð á því síðustu dagana að fólk er að koma og sjá sitthvora sýninguna sitthvorn daginn og eiga góða gistingu hér í Borgarfirðinum eina nótt. Við í Landnámssetrinu eru boðin og búin tli að aðstoða við bókun á gistingu ef gestir okkar kjósa að eiga nótt hér í sveitasælunni.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.