Starfsmannadagur og ferð í framhaldi

Á mánudaginn var 17.mars héldum við starfsmannadag hér í setrinu. Við byrjuðum á að funda milli 10.00-13.00 þar sem við ræddum um hvað hefði vel tekist og hvað mætti betur fara hjá okkur öllum. Því öll erum við "byrjerndur" og alltaf að læra.

Í rútunniÞar næst fórum við í heimsókn til félaga okkar á Hótel Hamri og borðuðum hjá þeim dásamlega súpu í hádegismat. Síðan var sest upp í rútu með Sæmundi hinum eina sanna og haldið til Reykjavíkur.

Þar var fyrst haldið á Þjóðminjasafnið tli að kynna sér það sem þar er spennandi til skoðunar. Það er okkar viðleitni að þekkja og geta vísað gestum okkar á það sem er áhugavert og tengt okkar starfsemi.

Það var hún Lilja Árnadóttir deildastjóri í Þjóðminjasafni sem tók á móti okkur og sýndi okkkur allt sem þar er á boðstólum. Einkar vinalegt að koma og opna sérstaklega fyrir okkur á mánudegi. En Þjóðminjasafnið er lokað á mánudögum á vetrartíma.

Brynh.& BenniÞví næst héldum við á veitingahúsið DÓMO í Þingholtsstræti. Þar fengum við tilsögn hjá okkar  hússnillingi Benedikt Erlingssyni í því hvernig fólk við þjónustustörf eins og í Landnámssetri ætti að tileinka sér mismunandi þjónustuaðferðir við mismunandi gesti. Benni var þjónn í hjáverkum á Argentínu meðan hann var að læra "kúnstina".

Í DÓMO kom líka hinn hússnillingurinn okkar hún Brynhildur og borðuðu þau elskurnar með okkur.

Við enduðum svo þennan skemmtilega dag í Íslensku óperunni. Þeir eldri og óperureyndari í hópnum voru yfir sig hrifnir af þessari uppfærslu á LA TRAVIATA. Sigrún Pálmadóttir stal þar hjörtum úr hverjum manni.

hópurinn í óperunniÞeir yngri úr hópnum kveiktu líka aðeins á óperuforminu, en voru e.t.v. en hrifnari af ljósatækninni og öðru þvílíku. En s.s. allir ánægðir.

Heim héldum við og sannfærð um að svona starfsmannadagar skila meiru en ótal fundir.

Ætlum samt að funda næsta mánudag. Það er alltaf eitthvað sem má bæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband