Saga til næsta bæjar

Þið skulið ekki halda að ástæðan fyrir því hversu langt er síðan við höfum skrifað nýjar fréttir á bloggið okkar sé að ekkert sé að gerast í Landnámssetri. Nei öðru nær það er svo mikið að gerast að við höfum ekki gefið okkur tíma til að skrifa um það.

En nú verð ég að bæta úr þessu því framundan eru spennandi viðburðir sem við viljum endilega láta ykkur vita af. Fyrir utan að leiksýningarnar um Brák og Mr. Skallagrímsson eru enn í fullum gangi.

Fimmtudaginn 22. maí mun hún Solla frá Himneskri hollustu koma í annað sinn í heimsókn í Landnámssetur færandi hendi.  Að þessu sinni gefur hún okkur innsýn inn í hvernig búa má til dásamlegar kökur - deserta og nammi með hollustuna að leiðarljósi. Einnig fáið þið að smakka sýninshorn af orku - og hollustudrykkjum sem á boðstólum eru í veitingahúsi Landnámsseturs. Við byrjum kl. 20 - verð kr. 1500 - ótakmarkað smakk og uppskriftir.

Gísli EinarsSunnudaginn 25. maí hefst svo í Landnámssetrinu landskeppni sagnamanna. Þar munu Sagnamenn frá vestur- norður - suður og austurlandi keppa um titilinn Sagnamaður ársins.

Keppninni verður fram haldið þrjá næstu sunnudaga 1.8. og 15. júní . Sunnudaginn 22. júní verður svo keppt til úrslita.  Dagskráin er svona: 25. júní keppt í ýkjusögum, 1. júní í lífsreynslusögum, 8. júní í draugasögum og 15. júní í gamansögum. 22. júní keppa svo sigurvegarar fyrri kvölda til úrslita og segja sögur að eigin vali. Það eru gestir sem velja besta sagnamann hvers kvölds í leynilegri atkvæðagreiðslu. Kynnir og gestgjafi allra kvöldanna er Gísli Einarsson
Ríkisútvarpið tekur allar sögurnar upp og mun Einar Kárason rithöfundur vinna úr efninu þætti sem fluttir verða 14 sunnudagskvöld eftir fréttir í sumar.
Sannkölluð sagnamannaveisla í allt sumar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband