27.5.2008 | 00:04
Bjarni Harðarsson vann ýkjusögukeppnina
Það var gaman að heyra hlátrasköllin af Söguloftinu á sunndagskvöldið. Ég komst ekki strax - var að hjálpa í veitingahúsinu en hláturinn heyrðist um allt húsið þegar Ingi Hans sem byrjaði sagði ýkjusögur af Grundfirðingum og fleira fólki. Ég rétt náði sögunni í gráðunga skóarann sem var víst reyndar frá Skotlandi.
Næstur steig á stokk Bjarni Harðarson og fór á kostum í söguskýringum sínum á Njálu. Hann taldi afar erfitt að segja ýkjusögur af Sunnlendingum - þar væri lífið svo ýkt og engu við það að bæta - með smá undantekningum þó. Aftur á móti væri Njála öruggulega mikil ýkjusaga. Síðan leiddi Bjarin okkur í sannleikann um staðreyndir í Njálu sem ég ætla ekki að tíunda hér en bendi fólki á að hlusta á þættina hans Einars Kárasonar sem verða á sunnudögum í sumar. Reyndar á svipuðum tíma og SAGA TIL NÆSTA BÆJAR fer fram en verður endurtekin daginn eftir.
Á eftir Bjarna sagði Ingi Tryggvason lögfræðingur í Borgarnesi bráðskemmtilegar gamansögur sem flestar voru stórlega ýktar. Ingi hljóp í skarðið á síðustu stundu fyrir Arnar Jónsson sem lagðist í pest með 39° hita. Að lokum talaði Ásgrímur Ingi Arngrímsson sem kom lang lengst að - alla leið frá Egilsstöðum - akandi. Ég missti af hans flutningi - þurfti aftur að aðstoða í okkar vinsæla veitingahúsi.
Að loknum flutningi þessara skemmtilegu sagnamanna var gengið til atkvæða. Mjótt var á munum sérstaklega á milli Inga Hans og Bjarna og eins og kom fram í fyrirsögn var það alþingismaðurinn sem vann. Gísli Einarsson, kynnir kvöldsins og stjórnaði af miklum skörungsskap
Næsta sunnudag höldum við leiknum áfram og keppum í lífsreynslusögum. Fyrirkomulagið verður það sama. Gísli velur sagnamenn en öllum sem vilja freista gæfunnar er velkomið að gefa sig fram við Gísla Einarsson.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.