Bjarni Harðarsson vann ýkjusögukeppnina

Það var gaman að heyra hlátrasköllin af Söguloftinu á sunndagskvöldið. Ég komst ekki strax - var að hjálpa í veitingahúsinu en hláturinn heyrðist um allt húsið þegar Ingi Hans sem byrjaði sagði ýkjusögur af Grundfirðingum og fleira fólki. Ég rétt náði sögunni í gráðunga skóarann sem var víst reyndar frá Skotlandi.

Næstur steig á stokk Bjarni Harðarson og fór á kostum í söguskýringum sínum á Njálu. Hann taldi afar erfitt að segja ýkjusögur af Sunnlendingum - þar væri lífið svo ýkt og engu við það að bæta - með smá undantekningum þó. Aftur á móti væri Njála öruggulega mikil ýkjusaga. Síðan leiddi Bjarin okkur í sannleikann um staðreyndir í Njálu sem  ég ætla ekki að tíunda hér en bendi fólki á að hlusta á þættina hans Einars Kárasonar sem verða á sunnudögum í sumar. Reyndar á svipuðum tíma og SAGA TIL NÆSTA BÆJAR fer fram en verður endurtekin daginn eftir.

Á eftir Bjarna sagði Ingi Tryggvason lögfræðingur í Borgarnesi bráðskemmtilegar gamansögur sem flestar voru stórlega ýktar. Ingi hljóp í skarðið á síðustu stundu fyrir Arnar Jónsson sem lagðist í pest með 39° hita.  Að lokum talaði Ásgrímur Ingi Arngrímsson sem kom lang lengst að - alla leið frá Egilsstöðum - akandi. Ég missti af hans flutningi - þurfti aftur að aðstoða í okkar vinsæla veitingahúsi.

 Að loknum flutningi þessara skemmtilegu sagnamanna var gengið til atkvæða.  Mjótt var á munum sérstaklega á milli Inga Hans og Bjarna og eins og kom fram í fyrirsögn var það alþingismaðurinn sem vann. Gísli Einarsson, kynnir kvöldsins og stjórnaði af miklum skörungsskap

Næsta sunnudag höldum við leiknum áfram og keppum í lífsreynslusögum. Fyrirkomulagið verður það sama. Gísli velur sagnamenn en öllum sem vilja freista gæfunnar er velkomið að gefa sig fram við Gísla Einarsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband