21.6.2008 | 13:25
Saga til næsta bæjar
Síðasta sagnakvöldið í bili og fleiri fréttir |
Sunnudagskvöldið 22. júní kl. 20 verður síðasta kvöldið í sagnamannaskemmtun Landnámsseturs og Rúv Saga til næsta bæjar. Þessi kvöld hafa sýnt og sannað hversu tilvalinn vettvangur Söguloft Landnámsseturs er til að halda á lofti sagnahefðinni og búa sagnamönnum aðstæður til að koma og segja sögur. Þarna erum við í einu elsta húsi Borgarness sem sjálft er allt fullt af sögu. Það brakar í hverju skrefi á gamla gólfinu og hallandi súðin umlykur sögumennina eins og útbreyddur faðmur. Þetta síðasta sagnakvöld í bili gefum við orðið laust. Hver sem vill getur komið og sagt sögur að eigin vali. Alls hafa 16 sagnamenn komið fram á þessum kvöldum og færum við þeim okkar bestu þakkir. |
Í upphafi var ætlunin að þarna væri einhverskonar keppni í gangi en reynslan kenndi okkur að þó hægt sé að keppa í mörgum greinum er sagnamennska ekki vel til þess fallin. Sögumenn eru eins ólíkir og þeir eru margir og að bera þá saman eins og bera saman epli og appelsínur. En semsagt við ljúkum þessu á sunnudaginn en höfum fullan hug á að endurtaka leikinn síðar. En að öðru en sagnamennskunni - ó þó því það eru óvenju margir viðburðir síðustu viku sem hljóta að teljast saga til næsta bæjar - td hvað íslenskar konur hafa komið sterkar inn.... íslenskar stelpur að keppa um að fá að taka þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta 2009 - frábær árangur, söfnunin í gærkvöldi þar sem 35 milljónir söfnuðust til kaupa á greiningartæki til viðbótar við 20 milljónir sem áður höfðu safnast.... og kortin sem hún Svana (Svanhvít Aðalsteinsdóttir) og aðrar konur í FKA stóðu fyrir að gera til stuðnings Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Listaverkin sem prýða kortin eru eftir Ástríði Magnúsdóttur, Guðrúnu Einarsdóttur, Karólínu Lárusdóttur, Katrínu Friðriksdóttur, Kristínu Gunnlaugsdóttur og Rúrí. Þær gáfu allar vinnu sína. Á heimsíðu stofnunarinnar er segir að um sé að ræða sex tækifæriskort í fallegri gjafapakkningu sem verða seld til styrktar Stofnununinni. "Með kortunum vilja íslenskar konur þakka Vigdísi fyrir allt sem hún hefur verið þeim og leggja sitt af mörkum til að draumur hennar um alþjóðlega miðstöð tungumála hér á landi rætist. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur unnið ötullega að því að koma á fót slíkri miðstöð sem myndi hýsa rannsóknir á sviði tungumála, bókmennta og menningar ásamt því að bjóða upp á sýningu fyrir almenning þar sem fólk getur fræðst um ólíkar tungur og menningarheima með aðstoð tölvutækni og sýndarveruleika." Þessi kort verða að sjálfsögðu til sölu í Landnámssetri um leið og við höfum fengið þau til okkar sem verður vonandi í næstu viku. |
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.