Mel Gibson og fleiri góðir gestir í Landnámssetri

Það var mikill fjöldi góðra gesta í Landnámssetrinu í gær. Þar hlýtur Mel Gibson, leikarinn og leikstjorinn frægi að teljast fremstur í flokki. Hann kom með ungum syni sínum og Louis ungum kvikmyndagerðarmanni sem ég held reyndar að sé líka sonur hans. Iceland Travel sá um ferð Mel og félaga um Borgarfjörðinn og var Benedikt Erlingsson fenginn til að fylgja þeim um svæðið og segja sögurnar í landslaginu. Mel og föruneyti skoðuðu báðar sýningar Landnámssetur og borðuðu hádegisverði hjá okkur. Heimsóknin fór leynt og kom því skemmtilega á gesti veitingahússins þegar þeir litu stjörnuna alls óvænt augliti til auglítis.

En það voru fleiri fyrirmenn í Landnámssetrinu í gær. Flemming Damgaard Larsen þekkur stjórnmálamaður í Danmörku, þingmaður og formaður samgöngunefndar danska þjóðþingsins heimsótti setrið í fjórða sinn með gesti sína. Flemming er mikill aðdáandi Landnámsseturs og segist ekki láta neitt tækifæri ónotað til að mæla með því. Þar sem Flemming sat að snæðingi birtist Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir og fyrrverandi alþingismaður Bryndís Hlöðversdóttir í salnum. Heiðursgestir okkar voru svo hin merku hjón Ingvar Emilsson og Ása Guðmundsdóttir sem búsett eru í Mexcó. Þau eru mörgum Íslendingum að góðu kunn því þeir eru ófáir sem notið hafa gestrisni þeirra og hjálpsemi í Mexícó. Þau komu í heimsókn með syni sínum Kristjáni og Guðrúnu Ólafsdóttur tengdadóttur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband