16.2.2009 | 01:48
Margir að vinna að umbótum í ferðamálum á Vesturlandi
Á fundi sem ég var á nýlega kom í ljós að fjöldi fólks er að vinna að hinum ýmsu verkefnum til þess að efla ferðaþjónustu á Vesturlandi. Mörg þessara verkefna skarast og upp vaknaði spurningin hvernig hægt væri að koma upplýsingum á framfæri við fólk um það sem verið er að gera. "Blogga um það" sagði einhver, og það ætla ég að gera hér með. Ég tek nefnilega þátt í amk þremur hópum - sennilega fleiri - sem hver á sinn hátt vinna að spennandi verkefnum til eflingar ferðaþjónustu. Ég ætla því að reyna að vera svoldið dugleg við að greina frá þeim verkefnum sem ég tek þátt í og bið fólk að koma á mig upplýsingum sem ég get sett hér inn. Það eru nefnilega mörg sóknarfæri og mikil tækifæri sem bjóðast þeim sem hafa hugmyndir og vilja vera með.
Má ekki vera að að skrifa mikið núna - þarf að vera hress á morgun því þá mæti ég í tíma hjá nemendum á ferðamálabraut í Versló til að tala um Landnámssetrið sem aðdráttarafls í ferðaþjónustu. Segi ykkur frá því á morgun og á þriðjudaginn förum ég og Benedikt Erlingsson norður í Skagafjörð til að tala um hvernig hægt er að gera sögurnar að söluvöru.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.