Gestkvæmt á páskum og gott útlit fyrir sumarið.

Hér í Landnámssetri er búið að vera stanslaus straumur ferðamanna yfir hátíðina. Það lítur út fyrir að það muni mikið fleiri erlendir ferðamenn koma í Landnámssetur í ár en á síðasta ári. Þeir hafa verið u.þ.b. helmingur gestanna nú um hátíðarnar.  Frá opnun Landnámssetursins hefur verið mjög góð aðsókn hér hjá okkur, en u.þ.b. 90% gestanna hafa verið Íslendingar fyrstu árin. En nú virðist ferðaþjónustan vera farin að benda gestum sínum í miklu meira mæli á það að fara og heimsækja okkur og erum við sannarlega þakklát fyrir það. Enda erum við sífellt að reyna að bæta OKKUR SEM ÞJÓNUSTUAÐILA FYRIR ERLENDA GESTI. við erum td komin með hljóðleiðsögn á 10 TUNGUMÁLUM, íslensku, ensku, þýsku, fönsku, norsku, spænsku, ítölsku, pólsku, rússnessku, japönsku og barnaleiðsögn á íslensku.

 Af leiksýningunum hjá okkur er allt gott að frétta.  MR.SKALLA-GRÍMSSON er auglýstur í síðasta sinn í lok maí. Það er ákvörðun Benedikts Erlingssonar, að nú sé nóg komið. Ég sem þetta skrifa er samt viss um að hann kemur aftur til okkar síðla næsta vetrar og tekur upp þráðinn með þessa frábæru sýningu. Hvernig er hægt að hætta endanlega þegar eftirspurnin er meiri enn nokkru sinni og færri komast að en vilja. En...en.. Benedikt þarf á hvíld að halda, og MR.SKALLA-GRÍMSSON  er hættur í bili frá og með enda maí.

BRÁK, er í fullum gangi og sýningar orðnar meira en 100. Sýningar munu þó hætta  í haust vonandi tímabundið, því þá mun Brynhildur Guðjónsdóttir standa í eldlínunni á sviði Þjóðleikhúsins í nýju leikriti sínu um  FRÍDU KAHLO.

Svo er STURLUNGA-EINARS- "STORMAR OG STYRJALDIR" Sú snildar uppákoma hefur farið ljómandi vel af stað og það hefur verið uppselt á allar sýningar fram að þessu. Það má enginn missa af Einari í þessu sérstæða listformi sem er meira en venjuleg sagnamennska og samt eitthvað annað en leikhús. Höfundur sem segir sínar eigin bækur.....les þær ekki upp heldur segir efni þeirra. Þetta er eitthvað alveg nýtt og sérstakt. Enginn má missa af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband