Vel heppnuð Brákarhátíð

Hlauparar

Laugardaginn 27. júní var haldin hátíð til heiðurs Brák, fóstru Egils Skallagrímssonar. Brák var ambátt, réttlaus með öllu en sýndi það hugrekki þegar Skallagrímur í æðiskasti ætlaði að drepa Egil af því hann var að taka fyrir honum í knattleik og sagði þessi fleygu orð "hamast þú nú að syni þínum Skallagrímur". Skallagrímur sneri sér þá að Brák en hún tók á rás niður nesið í átt að sjónum, stakk sér á sund en Skallagrímur henti á eftir henni steini miklum og kom hvorki upp síðan.

Dagurinn byrjaði á að hlaupið var frá tjaldstæðinu á Granastöðum sem leið lá í gegnum Borgarnes, svipaða vegalengd og Brák hljóp. Keppt var í 4 flokkum kvenna og karla. Úrslitin verða birt á hlaup.is á næstunni.

Í hádeginu voru gönguleiðsagnir um Borgarnes í boði og leiðsögn á sýninguna Börn í 100 ár en kl. 13:30 hófst athöfn niður við Brákarsund þar sem Brúðan Brák reis upp úr sundinu. Það voru krakkar vinnuskólanum sem bjuggu brúðuna til undir leiðsögn Bernd Ogrodnik brúðugerðarmanns og Guðmundar Karls Sigríðarsonar.

Brák netútgáfaBrúðan leiddi síðan skrúðgöngu í Skallagrímsgarð þar sem fjölbreytt dagskrá hófst kl. 14 þar var flutt ljóð, sýnd Víkingatíska, hveðnar rímur, farið í spurningaleik og dagnsaður víkivaki. Heiðursgestir hátíðarinnar voru víkingar úr Víkingfélaginu Hringhorna frá Akranesi. Í lok dagskrárinnar á sviðinu sýndu þeir gestur víkingaleiki við mikinn fögnuð, hvatningu og klapp og fengu svo krakka með sér í leikinn.

Um allan garð var svo eitthvað við að vera. Kvenfélagskonur seldu kaffi, Old boys í körfuknattleiksdeild Skallagríms grillaði Brákarbita (marinerað hrefnukjöt á teini.) Körfuknattleiksdeildin var svo með Kompudaga þar sem ýmiss varningur úr kompum Borfirðinga fékkst við vægu verði. Ráðgert er að endurtaka kompudaga áfram í sumar.

Í garðinum var líka handverksfólk hvaðan æfa að. Vattasaumskonur og eldsmiðir úr Dölunum, tréskurðarmenn frá Akranesi og matargerðarkonur úr Þjóðháttasmiðjunni Askur og Embla. Einnig voru handverkskonurnar Snjólaug og Eygló úr Borgarfirði, norn sem las í rúnir og margir fleiri.

Jóhanna á Háafelli kom á staðinn með fjóra indislega kiðlinga og Júlíus á Tjörn sýndi landnámshænur og hana.

Krakkarnir léku í kuppleik og fleiri leikjum og veðrið lék við gesti.  Heitasti dagur sumarsins til þessa.

Eftir þessa vel heppnuðu hátíð er ekkert því til fyrirstöðu að endurtaka leikinn að ári - síðasta laugardag í júní þann 26. júní árið 2010.

Og nú er um að gera taka daginn frá - þjálfa fyrir hlaupið og KOMA SVO!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband