Samtök um sögutengda ferðaþjónustu með kynningarátak

Á morgun kemur hópur þýskra blaðamanna í Landnámssetur á vegum Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu og ferðaskrifstofanna Ísafold og Katla Travel. Þetta er þriðji hópurinn sem kemur í Landnámssetur síðan í lok ágúst til að kynnast af eigin raun skemmtilegri ferð sem sett hefur verið saman af þeim Rögnvaldi Guðmundssyni, verkefnisstjóra Sögutengdrar ferðaþjónustu, Jóni Baldri Þorbjörnssyni, frá ferðaskrifstofunni Ísafold og Helmut Lugmayer frá Katla Travel. Þeir kalla ferð sína Saga Trail.

Ferðin tekur fimm daga og þræðir söguslóði í Borgarfirði, farið er um Dalina þar sem Eiríksstaðir eru heimsóttir, þaðan norður í Skagafjörð á slóðir Sturlunga, suður Kjöl, á Þingvöll, í Skálholt og endað í Víkingaþorpinu í Hafnarfirði. Þó megin þema ferðarinnar sé sagan liggur leiðin um miklar náttúruperlur.

Blaðamennirnir sem fengu boð um að taka þátt í þessari ferð koma frá Bretlandi, Skandinavíu og Þýskalandi. Aðeins var 8 boðin þátttaka í hverri ferð og komust mun færri að en vildu. Þeir voru valdir af kostgæfni í samráði við markaðskrifstofur í viðkomandi löndum og með það að markmiði að skrif þeirra skiluðu okkur sem flestum ferðamönnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband