19.9.2009 | 23:58
Vest norden ferðaráðstefnan
Nýkomin af Vest norden ferðaráðstefnunni sem að þessu sinni var haldin í Kaupmannahöfn. Þarna hittist fólk í ferðaþjónustu í Færeyjum, Íslandi og Grænlandi og kynnir vorur sínar fyrir kaupendum sem koma alls staðar að úr heiminum.
Ég var þarna til aðstoðar Jónasi Guðmundssyni forstöðumanni markaðsstofu og hafði það hlutverk ásamt honum að benda á alla þá þjónustu og afþreyingu sem er í boði á Vesturlandi.
Það var gaman að finna hvað áhugi þeirra sem eru að skipuleggja ferðir hefur aukist á því að beina gestum inná Vesturland. Það er líka gaman að heyra sögur af ánægðum ferðskipuleggjendum sem fá góða umsögn frá gestunum þegar þeir koma til baka. Langmikilvægast er hreinlætið - það er númer eitt, tvö og þrjú.
Nú er mikilvægt að senda gögn til þeirra sem báðu um þau - ferðatillögur og leiðbeiningar. Það væri líka gott að gera gönguleiðakort. Margir sem biðja um það. Er kannski einhver sem á slíkt eða veit um það.
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.