8.1.2008 | 21:08
Brák slær í gegn
Helgin búin að vera sérlega ánægjuleg í Landnámssetri. Við frumsýndum nýjasta leikverkið okkar á Söguloftinu. Söguna um ambáttina Brák sem við leyfum okkur að kalla fyrstu íslensku hetjuna. Leikritið er alfarið eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og hún leikur ein allar persónur verksins svona eins og Benedikt Erlingsson gerir svo snilldarlega í Mr. Skallagrimsson. En eins og segir í gagnrýni Elísabetar Brekkan í Fréttablaðinu í gær "allt annað er gerólíkt, enda annað sjónarhorn og annað markmið. Það var stórkostlegt að upplifa fagnaðarlæti áhorfenda. Þetta er búið að vera mikil áskorun fyrir Brynhildi og Atla Rafn manninn hennar sem er leikstjóri sýningarinnar og því er sigurinn stór.
Nú þegar hafa birst 4 dómar um sýninguna sem allir eru nánast einróma lof. Hægt er að lesa þá í heild á heimasíðunni okkar landnamssetur.is. Og nú stoppar ekki síminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 10:30
Uppáhald jólasveinanna og pönnukakan hennar Grýlu. Vel heppnuð tilraun!
Í fyrra kom til okkar hópur frá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ákvað að bregða út af vananum og í stað þess að fara saman í hefðbundið jólahlaðborð að gera hlé á jólaamstrinu og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Ákveðið var að fara upp í sveit og ferðinni var heitið í Landnámssetur. Þar var snæddur hádegisverður og sýningarnar skoðaðar. Svo vel vildi til að við vorum með úrslit í smákökusamkeppni þennan dag og jólasveinn kom í heimsókn og hún Steinunn okkar spilaði á harmónikku og gengið var í kringum jólatréð. Jólastemning var róleg og falleg og börn og fullorðir fóru alsælir heim. Óku undir stjörnubjörtum himni heim eftir vel heppnaðan dag.
Eftir þessa reynslu ákváðum við nú í vetur að skipuleggja uppákomu fyrir þá sem hugsanlega vildu feta fótspor þessa hóps. Við settum saman hádegiverð með þjóðlegum réttum - uppáhaldsmat jólasveinanna! Það eru að sjálfssögðu bjúgu, (Bjúgnakrækir) plokkfiskur, (Stekkjastaur) lambasteik, (Kjötkrókur), skyr (Skyrgámur), grjónagrautur (Askasleikir) og Royal súkkulaðibúðingur (Þvörusleikir). Nú jólasveinarnir runnu á lyktina og laumuðu sér í bjúgu og hrekktu krakka, mömmur og pabba. Svo var gengið í kringum jólatréð og kl. 14 hófst brúðuleiksýningin Pönnukakan hennar Grýlu eftir Bernd Ogrodnik. Bernd hefur átt þessa fallegu sýningu í farteskinu í mörg ár og er hún því orðin klassik sem hægt er að sjá aftur og aftur. Berd býr allar brúðurnar og umgjörðina til sjálfur og stjórnar, talar og syngur fyrir þær allar auk þess að spila undir á gítar. Þessi sýning er ætluð allra yngstu áhorfendunum en er eins og allar góðar barnasýningar fyrir börn á öllum aldri.
Þessi tilraun tókst að okkar mati afar vel og munum við örugglega gera þetta að árvissum viðburðum á aðventunni. Þarna komu heilu fjölskyldurnar, vinnustaðir og einstaklingar sem nutu þess að vera saman og gleyma jólaamstrinu og taka smá forskot á jólin.
Munið eftir þessum möguleika þegar þið farið að skipuleggja jólauppákomuna næstu jól.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 01:05
Einn af fimm hæstu styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði veitt til hönnunar á Sögualdarsýningum
Á laugardaginn var, 1.desember var úthlutað við hátíðlega athöfn úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2008. Við hjá Landnámssetri vorum svo heppin að fá einn af fimm hæstu styrkjunum sem úthlutað var í þetta sinn. Í reglum sjóðsins segir: "Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annara aðili, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vermd þeirra verðmæta lands og menningar sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað að styrkir úr sjóðnum verði viðbótaframlög til þeirra verkefna sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra, eða draga úr stuðningi annarra við þau" Alls bárust 106 umsóknir um styrki. Úthlutað var að þessu sinni 55 styrkjum að fjárhæð samtals 25.300.000 kr. Hæstu styrkirnir fimm námu einni milljón króna á hvern aðila.Landnámssetur fékk einn af þeim.
Ættlast er til að sótt sé um til ákveðinna verkefna, en ekki í rekstur stofnana eða fyrirtækja. Við sóttum um þennan styrk sérstaklega til að greiða fyrir fyrsta hluta á hönnun á helmingsstækkun á sýningum Landnámssetursins. Hugmyndin er að hanna næst, og síðan vonandi byggja, tvær sýningar um næstu öld Íslandssögunnar; Söguöldina. Þessar sýningar geta tekið öllum breytingum á hönnunarferlinu. En eins og við sjáun þær fyrir okkur núna þá yrði önnur sýningin yfirlitssýning um framvindu Sögualdarinnar, allt frá því að Þjóveldið er stofnað 930, skipulag Alþingis við Öxará, landafundir Grænlands og Ameríku, kristnitakan á þinginu árið 1000 og framvindan þar til fyrsti biskupinn tekur við embætti í Skálaholti Ísleifur Gissurarson árið 1056.
Hin sýningin yrði persónusaga einhvers einstaklings frá Söguöldinni, upp úr Íslendingasögunum. T.d. Þorsteinn hvíti Egilssonar á Borg, eða Snorra goða á Hélgafelli eða Njáls á Berþórshvoli. Við eigum mikið eftir að skoða og velta vöngum. Við vonum bara að okkur takist að gera söguöldinni skil líkt og við höfum fengið góðar móttökur á sýningar okkar um Landnámsöldina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 12:19
Komin tilbaka frá Kaíró
Ævintýranleg ferð til Kaíró er á enda. Kom heim í nótt eftir 24 tíma ferðalag. Ekki að það taki svona langan tíma að fljúga heldur var löng bið í London og svo var ung ófrísk kona sem var um borð með okkur í flugvélinni svo ólánsom að missa vatnið. Vélinni var snúið til Glasgow og konan flutt á börum frá borði. VSendi henni góðar óskir og vona innilega að allt fari vel.
En það var gaman að koma heim sem verðlaunahafi. Semsagt Landnámssetrið fékk Nýsköpunarferðlaun Alþjóðasamta kvenna í atvinnurekstir FCEM á heimsþingi félagsins í Kaíró. Við erum að vonum glöð með það. Samkvæmt úrskúrði dómnefndar réð úrslitum við valið að þarna eru á ferðinni frumkvöðlar sem hafa með styrk frá ríki, sveitarfélagi og einkaaðilum unnið með menningararfinn í ferðaþjónustu. Þetta samspil þykir athyglisvert sérstaklega meðal Afríkuríkja sem í síauknum mæli vilja efla menningartengda ferðaþjónustu. Einnig þótti starfssemi Landnámsseturs jákvætt framlag til samfélagsins og sú staðreynd að þar fór saman menningarstarf, rekstur veitingahúss og verslunar. Ég hélt reyndar í upphafi að Landnámssetur sem að mestu leyti hefur verið byggt upp fyrir styrki frá ríki, sveitarfélagi og einkaaðilum ætti ekki mikla möguleika á vettvangi einkarekstrarins og því kom mér á óvart að domnefndin skyldi einmitt telja þessi tengsl við samfélagið fyrirtækinu til framdráttar.
En ég er þakklát FKA félagi kvenna í atvinnurekstri fyrir að tilnefna Landnámssetur og mig sem stjórnanda til þessara verðlauna. Landnámssetur var eitt íslenskra fyrirtækja tilnefnt til verðlauna en ég var þarna alls ekki ein á ferðl Alls vorum við 12 íslenskar konur á ráðstefnunni; Aðalheiður Karlsdóttir frá Eignaumboðinu, Rúna Magnúsdóttir frá tengjumst.is, Inga Sólnes frá Gestamóttökunni, Agnes Arnardóttir frá Úti og inni á Akureyri, Þóra Guðmundsdóttir og Jaqueline Cardoso da Silva frá Yndisseið ehf, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir frá Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi, Svanhvít Aðalsteinsdóttir frá Navía og Hansína Einardóttir frá Hótel Glym.
Þetta var að sjálfssöðu fjölmennasa sendinefndin miðað við fólksfjölda og talsvert áberandi á ráðstefnunni. Aðalheiður Karlsdóttir stýrði td pallborðsumræðum um hvernig fá megi alþjóða- og landnssamtök til að beina sjónum sýnum og styrkja konur í hópi frumkvöðla og oft var vitnað til íslenskra kvenna og þess hversu jafnréttismál væru vel á veg komin á Íslandi. Það kom því mörgum á óvart þegar við sögðumst ennþá vera að berjast við glerþakið margumtalaða og hér væru enn sárafáar konum í stjórnum stórfyrirtækja og fyrirtækja í fjármálaheiminum. Í því samhengi eru minnistæð orð góðrar vinkonu okkar Deb Leary sem fékk Frumkvöðlaverðlaun ráðstefnunnar fyrir frábært fyrirtæki sem ég ælta að skýra seinna frá á þessari bloggsíðu. En semsagt Deb sagði: Please Let´s forget the Glassroof - We can build our own Cathedrals. Gleymum glerþakinu - byggjum okkar eigin dómkirkjur.
Bloggar | Breytt 8.1.2008 kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 00:37
Sigríður Margrét vann!!
Ég er svona rétt að jafna mig á þessu. Sirrý var að hringja og sagði að Landnámssetur Íslands hafi verið valið áhugaverðasta nýsköpunarfyrirtækið á þinginu í Kairó. Til hamingju Sigríður Margrét! Þessi heyður er að sjálfsögðu ómetanlegur fyrir setrið. Í öllu kynningarstarfi mun þessi viðurkenning koma Landnámssetri og áframhaldandi starfi okkar til góða. Sirrý mun sjálf skýra bertur frá þessu hér á næstu dögum eða klukkutímum. Ég veit lítið meira en að hún var valin með áhugaverðasta fyrirtækið í nýsköpun á þessu alþjóðlega þingi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2007 | 08:20
Konur í atvinnurekstri þinga í Kaíró
Er stödd á ráðstefnu félags kvenna í atvinnurekstir FCEM sem haldin er í Kaíró þessa dagana. FKA - félag kvenna í atvinnurekstri er aðilið i FCEM og hér eru 11 íslenskar konum auk mín. Sennilega hlutfallslega flestir frá Íslandi - ekkert nýtt er það við mest miðað við höfðatölu. Ég ætlaði reyndar ekki að fara. Var ekki viss um að Landnámssetur hefði eitthvað á því að græða, - en skipti um skoðun þegar hringt var í mig frá FKA og mér tilkynnt að Landnámssetur og ég sem framkvæmdastjóri væri tilnefnd til að keppa í flokknum áhugverðasta fyrirtækið sem stofnað hafi verið á síðustu þremur árum. Mér fannst þetta mikill heiður fyrir okkur öll sem að Landnámssetri stöndum og ef maður er tilnefndum er alltaf möguleika á sigri svo ég ákvað að skella mér til Kaíró.
Og hér er ég búin að vera í 3 daga, fjórði að renna upp - mikið í gangi og fulltrúar íslensku sendinefndarinnar á fullu að sitja fundi. fyrirlestra, mingla og jafnvel stjórna pallborðsumræðum en það gerði Aðalheiður Karlsdóttir með miklum sóma í gær. Úrslitin um áhugaverðustu fyrirtækin verða kynnt í kvöld spennandi ... má ekki vera að skrifa meira í bili. set myndir og frétti inn seinna.
með kveðju frá Kaíró. smg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 08:02
Hrifinn af Fimm í tangó
Þó vika sé liðin frá því að Fimm í tangó héldu tónleika í Landnámssetri langar mig að koma á framfæri umsögn Þorleifs Gestssonar - hans Tolla sem reyndar vinnur í Landnámssetri en hans skoðun er ekkert minna virði fyrir það. Hann svar semsagt svo yfir sig hrifin eftir tónleikana á sunndudaginn að hann gat ekki orða bundist og setti eftirfarandi niður á blað. Fimm í tangó eiga eftir að halda fleiri tónleika og því um að gera að koma þessu á framfæri. SMG
FIMM Í TANGÓ.
Fyrir nokkrum dögum fór ég á tónleika í Landnámssetri Íslands Borgarnesi með hljómsveitinni Fimm í tangó. Áður en ég fór á tónleikana vissi ég ekki mikið um bandið, ég þekkti nafnið Tatu Kantomaa og ég vissi að hljómsveitin spilaði aðallega finnskan tangó. Hljómsveitina skipa: Ágúst Ólafsson söngur, Kristín Lárusdóttir selló. Íris Dögg Gísladóttir fiðla, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó og Tatu Kantomaa harmonika Tónleikarnir byrjuðu á tilsettum tíma og strax í fyrsta lagi komu hæfileikar og leikgleði hljómsveitarinnar í ljós, kraftmikil söngrödd Ágústs og fjórir flinkir hljóðfæraleikarar mynduðu jafna og góða heild, eins og hin fullkomna efnablanda sem myndar sprengikraftinn. Manni fanns enginn einn standa hinum framar eða skyggja á meðspilendur sína.
Viðtökurnar sem hljómsveitin fékk í Landnámssetrinu voru frábærar og ætluðu fagnaðarlátunum aldrei að linna. Þegar fólk fór að tínast út spurði ég hljómsveitarmeðlimina hvort ekki væri diskur á leiðinni, þau brost vandræðalega og sögðu,,, þetta eru nú eiginlega fyrstu tónleikarnir okkar.Á leiðinni heim varð mér hugsað, svona tónlist vantar mig í geisladiskasafnið mitt.
Þorleifur Geirsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2007 | 11:04
Námskeiðin byrjuð-Norræn goðafræði-Íslendingasögur á Vesturlandi
Nú hafa verið haldin þrjú námskeið í námskeiðaröðum Landnámsseturs, Snorrastofu og Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Flokkarnir er tvei sem námskeiðin eru haldin í. NORRÆN GOÐAFRÆÐI og ÍSLENDINGASÖGGUR Á VESTURLANDI.
INGUNN ÁSDÍSARDÓTTIR var með fyrsta fyrirlesturinn um norræna goðafræði í Snorrastofu þann 15.oktober. Ingunn talaði um rannsóknir sínar á Freyju og Freyjudýrkunn. Ingunn er með mjög áhugaverðar pælingar um gyðjuna og vill meina að hún hafi gegnt miklu þýingarmeira hlutverki í heiðni en Snorri Sturluson vill vera láta.
BENEDIKT ERLINGSSON hússtoltið okkar hér í Landnámssetri var hinsvegar með fyrst fyrirlesturinn í flokknum Íslendingasögur á Vesturlandi. Benedikt samdi og lék í uppfærslunni á ORMSTUNGU fyrir u.þ.b. tíu árum. Hann var því kjörinn að fjalla um Gunnlaugssögu ormstungu. Það varð að fresta námskeiðinu vegna illviðris. Það átti upphaflega að vera 22. okt en var haldið 12. nóvember. Við vorum því miður fjarri góðu gamni en höfum heyrt að Benedikt hafa staðið sig með miklum ágætum og farið óhefbundnar leiðir í flutningi á sínum fyrirlestri.
BERGLJÓT KRISTJÁNSDÓTTIR var með annan fyrirlesturinn á Íslendingasagna Vesturlands námskeiðinu. Það var núna á mánudaginn 19.nóvember. Bergljót talaði um Laxdælu og hún fór á mikum kostum í sínu tali. Það er óborganlegt að fá jafn mikið afbragðs fólk og hér er á ferðinni til að kveikja áhuga og umhugsum hjá okkur um okkar forna arf.
Bloggar | Breytt 25.11.2007 kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 16:05
Við óskum Norðursiglingu til hamingju!
Það var sérlega ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar í gær en Landnámssetur hlaut þau í fyrra. Það var Norðursigling á Húsavík sem fékk verðlaunin í ár. Þeir ágætu bræður Hörður og Árni Sigurbjarnarsynir og þeirra samstarfsfólk eru vel að þessari viðurkenningu komin. Nú í 13 ár hafa þeir unnið markvisst að uppbyggingu hvalaskoðunar á Húsavík og náð slíkum árangri að næstum nauðsynlegt þykir fyrir hvern ferðamann sem kemur til landsins að fara til Húsavíkur til að sigla með þeim í þeirra söguríku eikarbátum og komast þannig í kynni við þessar mögnuðu skepnur, hvalina. Norðursiglingu hefur tekist að gefa Húsavík þá ímynd að þar sé helsta miðstöð hvalaskoðunar á Íslandi. Það var gaman að spjalla við þá bræður eftir afhendinguna. Því miður höfum við ekki ennþá farið í hvalaskoðunarferð eða kynnst þeirra glæsilega fyrirtæki af eigin raun. En hinsvegar erum við nú búin að heita því á okkur að fara til Húsavíkur í heimsókn til Norðurferða við fyrsta tækifæri, koma við á Síldarminjasafninu og kannski fara í leikhús á Akureyri. KR
Á myndinni má sjá Arna, Hörð og Kristján Möller, samgönguráðherra og núverandi ráðherra ferðamála en eins og margir vita fer þessi málflokkur í nýtt Atvinnumálaráðuneyti um áramót undir forystu Össurs Skarphéðinssonar. Kristján sagði í ávarpi sínu við afhendinguna í gær að þó hann myndi sakna þessa málaflokks þegar hann færi úr ráðuneytinu, og ekki síst Helgu Haraldsdóttur starfsmann ráðuneytisins í ferðmálum sm fylgir honum í Atvinnumálaráðuneytið, væri hann þess fullviss að ferðamál væru vel komin hjá Össuri og aðstoðarmanni hans Einari Karli Haraldssyni.
Við Kjartan vorum fengin til að segja frá því við afhendinguna hvaða þýðingu viðurkenning sem þessi hefði. Í stuttu máli hún hefur gífurlega þýðingu og við höfum notað okkur hana óspart. Létum gera gullstjörnu sem við límum á allt okkar kynningarefni og látum það fylgja með í öllu sem um okkur er skrifað að við höfum fengið þessi verðlaun. Og þó nú séu komnir nýir verðlaunahafar munum við halda áfram að flagga þessum heiðri. smg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 00:49
Viðstödd afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF
Okkur Sirry hefur verið boðið að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar. Við höfum jafnvel verið beðin að segja þar frá því á hvern hátt þessi verðlaun hafi gagnast okkur En Landnámssetrið fékk þessi verðlaun í fyrra fyrir árið 2006. Okkur finnst heyður að vera beðin um að segja frá því hvernig þessi viðurkenning hefur gert okkur gott. Við höfum svo sannarlega notað það í öllu okkar kynningarefni að segja frá þessum nýsköpunarverðlaunum. Allar viðurkenningar eru uppörvun. Sérstaklega þegar um samtök fagfólks í atvinnugreininni er um að ræða. Við hlökkum til að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlaunanna og eigum auðvelt með að segja frá því hve vel þau komu okkur í allri markaðskynninga á Landnámssetrinu. KR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar