Vorum að koma af aðalfundi ASG (samstarfshópur um 20 fyrirtækja á Vesturlandi sem í ferðaþjónustu) sem haldinn var í Hótel Ólafsvík í gær en færðist síðan í Hótel Framnes í Grundarfirði og breyttist í vinnufund í í dag mánudag 5. nóvember. Strax við komuna til Grundarfjarðar tók Ingi Hans í Sögusetrinu í Grundarfirði á móti okkur og sagði okkur dæmalaust skemmtilega og örugglega sanna sögu af uppruna James Bond. Fyrirmynd Ian Flemming að hetjunni er maður að nafni William Stephensson sem átti vægast sagt skrautlega ævi. En William þessi er sonur Vigfúsar nokkurs Stefánssonar sem fluttist til Vesturheims frá Snæfellsnesi á síðari hluta 19. aldar. Ekki var svo síður skemmtilegt að sjá sýninguna sem Ingi hefur sett upp með eigin hendi. Þar getur að líta alls kyns gamla hluti hlaðna sögu og hefur Ingi smiðað utan um þessa hluti umgjörð í tíðaranda þeirra. Lítið bárujárnhús er þarna, vélbátur og leikfangabúð - Þórðarbúð. Hann leiddi okkur um sýninguna og er of langt mál að rekja innihald hennar hér en ég hvet alla þá sem leið eiga í Grundarfjörð næsta sumar (veit ekki hvernig sýningin er opin í vetur) að skoða hana. Þarna er líka mikið ljósmyndasafn og margt fleira. Deginum lauk svo með kvöldverði í hinu nýuppgerða Hótel Framnesi sem Sheila og Gísli hafa nú rekið í rúmt ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 16:41
Styrkur úr HORNSTEINI menningarsjóði SPM.
Okkur hjónunum bárust þau gleðilegu tíðindi til Stokkhólms í síðustu viku að við hefðum hlotið styrk úr HORNSTEININUM mennigarsjóði SPM. Afhending styrksins fór fram í gær að Hótel Hamri. Þar sem við vorum erlendis þá gátum við ekki tekið sjálf á móti styrknum en okkar ágæti skipulagsstjóri Ása Hlín Svavarsdóttir gerði það fyrir okkar hönd, og var það við hæfi. Síðan kom það í ljós að styrkurinn var fimm milljón króna til að greiða upp skuldir við tækjakaup fyrir Landnámssýninguna í setrinu. Þetta er ekki í fyrsta skifti sem SPM sýnir í verki traust og velvilja til Landnámssetursins.
Við viljum nota bloggið okkar hér til að þakka öllum sem hlut eiga að máli fyrir hönd Landnámsseturs. Bæði stjórnendum SPM sem og úthlutunarnefnd HORNSTEINSINS. Þessi myndarlegi styrkur kemur sannarlega að mikum notum og hjálpar okkur að halda ótrauð áfram "lengra"........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 11:11
Uppbygging ferðaþjónustu um allt Vesturland er nauðsyn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 09:55
Sá og sigraði í Stokkhólmi
Mr. Skallagrímsson hitti leikhúsgesti beint í hjartastað á föstudags- og laugardagskvöldið í Pero leikhúsinu. Sérstaklaga þá sem skildu íslensku en hinir sögðust líka hafa skemmt sér konunglega. Enda gerði Benedikt allt sem í hans valdi stóð til að útskýra söguþráðinn á sinni skemmtilegu skandinavísku.
Meða gesta voru sendiherrahjónin með syni sína og fleiri góðir Íslendingar. Það var sérstaklega gaman fyrir okkur Kjartan að hitta þarna Sverri Guðnason sem núna er leikari í Svíþjóð. Sverrir sló í gegn í fjögra þátta sjónvarpsþáttaseríu sem sýnd var í september.
Hann leikur þar aðalhlutverkið og það var greinilegt af orðum þeirra sem sáu að hann var flottur. Sverrir steig sín fyrstu skref í opnunarsýningu Borgarleikhússins í leikgerð Kjartans á Ljósi heimsins eftir Halldór Laxness. Þar lék hann ljósvíkinginn og átti því fyrstu orðin sem sögð voru á sviði leikhússins. Erum búin að verða okkur út um þættina og hlökkum til að sjá þá þegar við komum heim. Hér er Kjartan með Benedikt og Sverri en Kjartan kom líka við sögu þegar Benedikt var að byrja í leikhúsinu því hann leikstýrði honum í útskriftarsýningu hans í Leiklistarskólanum.
Það var einstaklega vel tekið á móti okkur af öllum í Peróleikhúsinu. Peter Engkvist leikhússtjórinn og leikstjóri Mr. Skallagrímssonar er að leikstýra í Finnlandi en kom heim þessa helgi og Bára kona hans Magnúsdóttir leikur nú í mjög skemmtilegri sýningu "Mössens Brandkår" sem líka er í leikstjórn Peters.
Sýningin var frumsýnd fyrir rúmu ári og gengur enn fyrir fullu húsi og ut um allan bæ. En leikhópurinn fer á milli skóla og leikskóla og leikur. Tónlistin er sérstaklega skemmtileg og höfðar jafnt til barna og fullorðinna.
Erum nú á leið til Kaupmannahafnar þar sem Mr. Skallagrímsson verður sýndur á miðvikudags og fimmtudagskvöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2007 | 14:54
Mr. Skallagrímsson á leikferð
Leikhópurinn kominn til Stokkhólms. Með í för eru að sjálfssögðu Benedikt aðalstjarnan, Ögmundur Jóhannesson ljósamaður og Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét. Ferðin er farin fyrir styrk frá Norræna menningarsjóðnum og við notum tækifærið og efnum til kynningafunda bæði hér í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn þar sem bjóðum ferðaskrifstofum á svæðinu sem sérhæfa sig í að selja Ísland.
Við byrjuðum daginn á að sjá frábæra leiksýningu fyrir börn á öllum aldri í Peroleikhúsinu. Þar leikur Bára Magnússdóttir með þremur öðrum leikurum en leikstjóri er Peter Engkvist sá hinn sami og leikstýrði Benedikt. Það mátti sjá höfundarverk Peter á sýningunni. Hann hefur svo flott lag á að láta söguna lifna án allra hjálpartækja. Í þessari sýningu voru að vísu skrautlegir búningar og myndrænir effektar á tjaldi og mikil tónlist en hreyfingarnar og látbragð leikarans stóð uppúr. Áhorfendur voru á aldrinum fjögra til örugglega 84 og þó sýningin hafi tekið klukkutíma voru allir rólegir i sætum sínum og fylgdust með af áhuga.
Kynningarfundurinn með ferðaskrifstofunum hófst svo kl 11:30. Þangað komu fimm söluaðilar frá Icelandtravel og allir sem vinna í Leikhúsinu fylgdust með. Við ferðaþjónustfyrirtækin á Vesturlandir viljum vekja athygli þeirra sem selja ferðir til Íslands að það er mikil fjölbreytni í framboði á Vesturlandi í aðeins klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Þær fóru til baka klifjaðar bæklingum og ætla flestar að koma á sýninguna í kvöld.
Það var skrifað um komu okkar í Dagens Nyheder stærsta blaði Svía og gagnrýnandi þeirra kemur í kvöld. Það er að vísu dáldið kvíðvænlegt því hún skilur náttúrlega ekki neitt. En þá er bara að sjá hvernig Benedikt tekst að halda áhorfendum við efnið. Skrifum smá úrdrátt úr Egilssögu á ensku sem við fundum á wilkipedia. En annars sýnist mér á bókunum að þetta séu aðallega Íslendingar.
Myndir eru væntanlega -
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 14:02
Sagnasnillingar tónlistar og orðs
Þegar KK og Einar Kárason frumsýndu uppákomu sína Svona eru menn á Söguloftinu í Landnámssetrinu milli jóla og nýjárs í fyrra vissi maður í raun og veru ekki almennilega hvað þetta væri eiginlega. Var þetta leikrit, nei. söngleikur, nei, tónleikar, nei. og af því maður þarf alltaf að flokka allt kölluðum við þetta sagnaskemmtun. Samt náði það orð ekki heldur yfir það sem þarna fór fram. Galdur eða gjörningur var kannski besta orðið. Alla vega hittu þeir félagar þarna á tón sem var tær og sérstakur - þarna fór í gang framvinda í tónum og tali sem líður þeim er þarna komu seint úr minni. Við þurftum því miður að hætta sýningum allt of snemma - KK fór til Kína að taka upp ferðalög með Magga Eiríks og Einar fór til Þýskalands að kynna og lesa úr nýrri þýskri þýðingu á bókinni sinni STORMI.
Fyrir þá sem ætluðu endilega að sjá þá félaga en misstu af verður aukasýning 10. nóv. kl. 17. Þetta er laugardagur og tilvalið að panta sér borð í Landnámssetir og borða á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 19:54
Ekki dugar þetta
Bloggfærslur mína hafa ekki verið í réttu hlutfalli við það sem er um að vera í Landnámssetri. En nú dugar þetta ekki lengur það heimsótti einn bloggsíðuna okkar í gær - sennilega ég sjálf. En það er mikið að gerast og heilmikið í fréttum - núna td sem þessi orð eru skrifuð er hópur frá lögfræðiskrifstofu í Reykjavík að þreyta rakleik þeirra Skallagríms og Brákar. Þetta er frábærlega skemmtilegur leikur sem fer um einhverja dæmalausustu söguslóð Íslendingasagnanna. Þetta er leiðin sem Þorgerður Brák flúði niður í gegnum núverandi Borgarnesbæ undan Skalla-Grími eftir knattleikinn fræga. Ambáttin Brák bjargaði þar með lífi Egils Skalla-Grímssonar barnsins sem hún tók að sér að fóstra en lét sitt eigið líf.
FYRSTA KVENHETJA ÍSLANDSSÖGUNNAR. Þessi leið liggur úr Sandvík, innarlega á Borgarnesi og niður að Brákarsundi. Leiðin er u.þ.b. hálftíma löng ef maður þekkir hana og gengur án tafa á leiðinni.
Ratleikurinn gengur út á að skipta hópnum í tvennt í dag eru stelpurnar í Brákarliði og strákarnir í Skallagrímsliði og hvor hópur um sig verður að finna sex "fjársjóði" á leiðinni og leysa ýmiskonar þrautir og fyrir allt fást stig. Það lið vinnur ratleikinn sem verður á undan niður að
Brákarsundi og/eða vinnur flest stig. Léttar spurningar við hvern fjársjóðs-stoppustað gefa líka stig.
Í dag er dembandi rigning og það var það líka þegar Skipulagsstofnun fór í ratleikinn og við tókum þessa mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 14:58
Góðgerðarkvöldverður 18. september
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 16:45
Umsagnir um Mr. Skallagrímsson
Bloggar | Breytt 14.9.2007 kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 15:00
Mr. Skallagrímsson á leið til Stokkhólms og Kaupmannahafnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar