Sá og sigraði í Stokkhólmi

Pero leikhúsiðMr. Skallagrímsson hitti leikhúsgesti beint í hjartastað á föstudags- og laugardagskvöldið í Pero leikhúsinu. Sérstaklaga þá sem skildu íslensku en hinir sögðust líka hafa skemmt sér konunglega. Enda gerði Benedikt allt sem í hans valdi stóð til að útskýra söguþráðinn á sinni skemmtilegu skandinavísku.

 

Kjartan og Guðmundur ÁrniMeða gesta voru sendiherrahjónin með syni sína og fleiri góðir Íslendingar. Það var sérstaklega gaman fyrir okkur Kjartan að hitta þarna Sverri Guðnason sem núna er leikari í Svíþjóð. Sverrir sló í gegn í fjögra þátta sjónvarpsþáttaseríu sem sýnd var í september.

 

Benedikt, Kjartan og SverrirHann leikur þar aðalhlutverkið og það var greinilegt af orðum þeirra sem sáu að hann var flottur. Sverrir steig sín fyrstu skref í opnunarsýningu Borgarleikhússins í leikgerð Kjartans á Ljósi heimsins eftir Halldór Laxness. Þar lék hann ljósvíkinginn og átti því fyrstu orðin sem sögð voru á sviði leikhússins. Erum búin að verða okkur út um þættina og hlökkum til að sjá þá þegar við komum heim. Hér er Kjartan með Benedikt og Sverri en Kjartan kom líka við sögu þegar Benedikt var að byrja í leikhúsinu því hann leikstýrði honum í útskriftarsýningu hans í Leiklistarskólanum.

Það var einstaklega vel tekið á móti okkur af öllum í Peróleikhúsinu. Peter Engkvist leikhússtjórinn og leikstjóri Mr. Skallagrímssonar er að leikstýra í Finnlandi en kom heim þessa helgi og Bára kona hans Magnúsdóttir leikur nú í mjög skemmtilegri sýningu "Mössens Brandkår" sem líka er í leikstjórn Peters.

Leikarar í Mosse BrandkårSýningin var frumsýnd fyrir rúmu ári og gengur enn fyrir fullu húsi og ut um allan bæ. En leikhópurinn fer á milli skóla og leikskóla og leikur. Tónlistin er sérstaklega skemmtileg og höfðar jafnt til barna og fullorðinna.

 Erum nú á leið til Kaupmannahafnar þar sem Mr. Skallagrímsson verður sýndur á miðvikudags og fimmtudagskvöld.Í Stokkhólmi 005

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorir ekki Skallagrímsson til Noregs?

Arna (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 14125

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband