30.10.2007 | 11:11
Uppbygging ferðaþjónustu um allt Vesturland er nauðsyn.
Eftir fyrstu námsskeiðstörn hjá Úflutninngsráði HH2 með ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi (mest ASG félögum.) hef ég velt fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að fara að beita sér fyrir bættu aðgengi að helstu ferðamannastöðum landshlutans. Við hvörtum yfir að straumurinnn liggi gjarnan allur hjá ferðamönnum nr.1.2.3. austur fyrir fjall að Geysi og Gullfoss. Ef við ætlum að gera okkur verulega gildandi í þessari atvinnugrein þá finnst mér ekki hægt að láta nokkar helstu náttúruperlur Vesturlands standa ósnortnar utan alfaraleiða og ekkert gera til að bæta aðgengi að þessum stöðum. Ég hef þá sérstaklega í huga jafn stórkostleg náttúruundur og Eldborg, Surtshelli og fossinn Glym. Að þessum stöðum þarf að leggja færa vegi og bæta götuslóða og girðingar og annað sem beinir ferðamanninum í umgengni um þessa staði sem eyðileggur ekki þessar perlur heldur gerir að þær nýtist þeirri atvinnugrein sem er á góðri leið með að verða helsta atvinnugreinin á Vesturlandi. Það var atthyglisvert sem kom fram í erindi Torfa Jóhannessonar hjá Vaxtarsamningi Vesturlands á þessu ágæta HH2 námsskeiði að ferðamönnum á aðeins eftir að fjölga á næstu árum, og ekki bara jafnt og þétt heldur í margfeldisaukningu. Það er trúlega ekkert sem kemur í veg fyrir það. ÞAð er hinsvegar spurningin hvernig ætlum við Vestlendingar að nota þennan mikla ferðamannastraum til að auka velferð og hagsæld hér á svæðinu. KJARTAN
Um bloggið
Landnámssetur Íslands ehf
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.