Færsluflokkur: Bloggar

Aðalfundur í Hótel Ólafsvík og skemmtileg heimsókn í Sögusetur Grundafjarðar

Vorum að koma af aðalfundi ASG (samstarfshópur um 20 fyrirtækja á Vesturlandi sem í ferðaþjónustu) sem haldinn var í Hótel Ólafsvík í gær en færðist síðan í Hótel Framnes í Grundarfirði og breyttist í vinnufund í í dag mánudag 5. nóvember. Strax við komuna til Grundarfjarðar tók Ingi Hans í Sögusetrinu í Grundarfirði á móti okkur og sagði okkur dæmalaust skemmtilega og örugglega sanna sögu af uppruna James Bond. Fyrirmynd Ian Flemming að hetjunni er maður að nafni William Stephensson sem átti vægast sagt skrautlega ævi. En William þessi er sonur Vigfúsar nokkurs Stefánssonar sem fluttist til Vesturheims frá Snæfellsnesi á síðari hluta 19. aldar. Ekki var svo síður skemmtilegt að sjá sýninguna sem Ingi hefur sett upp með eigin hendi. Þar getur að líta alls kyns gamla hluti hlaðna sögu og hefur Ingi smiðað utan um þessa hluti umgjörð í tíðaranda þeirra. Lítið bárujárnhús er þarna, vélbátur og leikfangabúð - Þórðarbúð. Hann leiddi okkur um sýninguna og er of langt mál að rekja innihald hennar hér en ég hvet alla þá sem leið eiga í Grundarfjörð næsta sumar (veit ekki hvernig sýningin er opin í vetur) að skoða hana. Þarna er líka mikið ljósmyndasafn og margt fleira. Deginum lauk svo með kvöldverði í hinu nýuppgerða Hótel Framnesi sem Sheila og Gísli hafa nú rekið í rúmt ár.  


Styrkur úr HORNSTEINI menningarsjóði SPM.

Okkur hjónunum bárust þau gleðilegu tíðindi til Stokkhólms í síðustu viku að við hefðum hlotið styrk úr HORNSTEININUM mennigarsjóði SPM. Afhending styrksins fór fram í gær að Hótel Hamri. Þar sem við vorum erlendis þá gátum við ekki tekið sjálf á móti styrknum en okkar ágæti skipulagsstjóri Ása Hlín Svavarsdóttir gerði það fyrir okkar hönd, og var það við hæfi. Síðan kom það í ljós að styrkurinn var fimm milljón króna til að greiða upp skuldir við tækjakaup fyrir Landnámssýninguna í setrinu. Þetta er ekki í fyrsta skifti sem SPM sýnir í verki traust og velvilja til Landnámssetursins.

Við viljum nota bloggið okkar hér til að þakka öllum sem hlut eiga að máli fyrir hönd Landnámsseturs. Bæði stjórnendum SPM sem og úthlutunarnefnd HORNSTEINSINS. Þessi myndarlegi styrkur kemur sannarlega að mikum notum og hjálpar okkur að halda ótrauð áfram "lengra"........


Uppbygging ferðaþjónustu um allt Vesturland er nauðsyn.

Eftir fyrstu námsskeiðstörn hjá Úflutninngsráði HH2 með ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi (mest ASG félögum.) hef ég velt fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að fara að beita sér fyrir bættu aðgengi að helstu ferðamannastöðum landshlutans. Við hvörtum yfir að straumurinnn liggi gjarnan allur hjá ferðamönnum nr.1.2.3. austur fyrir fjall að Geysi og Gullfoss.  Ef við ætlum að gera okkur verulega gildandi í þessari atvinnugrein þá finnst mér ekki hægt að láta nokkar helstu náttúruperlur Vesturlands standa ósnortnar utan alfaraleiða og ekkert gera til að bæta aðgengi að þessum stöðum. Ég hef þá sérstaklega í huga jafn stórkostleg  náttúruundur og Eldborg, Surtshelli og fossinn Glym. Að þessum stöðum þarf að leggja færa vegi og bæta  götuslóða og  girðingar og annað sem beinir ferðamanninum í umgengni um þessa staði sem eyðileggur ekki þessar perlur heldur gerir að þær nýtist þeirri atvinnugrein  sem er á góðri leið með að verða helsta atvinnugreinin á Vesturlandi. Það var atthyglisvert sem kom fram í erindi Torfa Jóhannessonar hjá Vaxtarsamningi Vesturlands  á þessu ágæta HH2 námsskeiði  að  ferðamönnum á aðeins eftir að fjölga á næstu árum, og ekki bara jafnt og þétt heldur í margfeldisaukningu. Það er trúlega ekkert sem kemur í veg fyrir það. ÞAð er hinsvegar spurningin hvernig ætlum við Vestlendingar að nota þennan mikla ferðamannastraum  til að auka velferð og hagsæld  hér á svæðinu.  KJARTAN

Sá og sigraði í Stokkhólmi

Pero leikhúsiðMr. Skallagrímsson hitti leikhúsgesti beint í hjartastað á föstudags- og laugardagskvöldið í Pero leikhúsinu. Sérstaklaga þá sem skildu íslensku en hinir sögðust líka hafa skemmt sér konunglega. Enda gerði Benedikt allt sem í hans valdi stóð til að útskýra söguþráðinn á sinni skemmtilegu skandinavísku.

 

Kjartan og Guðmundur ÁrniMeða gesta voru sendiherrahjónin með syni sína og fleiri góðir Íslendingar. Það var sérstaklega gaman fyrir okkur Kjartan að hitta þarna Sverri Guðnason sem núna er leikari í Svíþjóð. Sverrir sló í gegn í fjögra þátta sjónvarpsþáttaseríu sem sýnd var í september.

 

Benedikt, Kjartan og SverrirHann leikur þar aðalhlutverkið og það var greinilegt af orðum þeirra sem sáu að hann var flottur. Sverrir steig sín fyrstu skref í opnunarsýningu Borgarleikhússins í leikgerð Kjartans á Ljósi heimsins eftir Halldór Laxness. Þar lék hann ljósvíkinginn og átti því fyrstu orðin sem sögð voru á sviði leikhússins. Erum búin að verða okkur út um þættina og hlökkum til að sjá þá þegar við komum heim. Hér er Kjartan með Benedikt og Sverri en Kjartan kom líka við sögu þegar Benedikt var að byrja í leikhúsinu því hann leikstýrði honum í útskriftarsýningu hans í Leiklistarskólanum.

Það var einstaklega vel tekið á móti okkur af öllum í Peróleikhúsinu. Peter Engkvist leikhússtjórinn og leikstjóri Mr. Skallagrímssonar er að leikstýra í Finnlandi en kom heim þessa helgi og Bára kona hans Magnúsdóttir leikur nú í mjög skemmtilegri sýningu "Mössens Brandkår" sem líka er í leikstjórn Peters.

Leikarar í Mosse BrandkårSýningin var frumsýnd fyrir rúmu ári og gengur enn fyrir fullu húsi og ut um allan bæ. En leikhópurinn fer á milli skóla og leikskóla og leikur. Tónlistin er sérstaklega skemmtileg og höfðar jafnt til barna og fullorðinna.

 Erum nú á leið til Kaupmannahafnar þar sem Mr. Skallagrímsson verður sýndur á miðvikudags og fimmtudagskvöld.Í Stokkhólmi 005

 


Sagnasnillingar tónlistar og orðs

Hneigja sig eftir vel heppnaða sýninguÞegar KK og Einar Kárason frumsýndu uppákomu sína Svona eru menn á Söguloftinu í Landnámssetrinu milli jóla og nýjárs í fyrra vissi maður í raun og veru ekki almennilega hvað þetta væri eiginlega. Var þetta leikrit, nei. söngleikur, nei, tónleikar, nei. og af því maður þarf alltaf að flokka allt kölluðum við þetta sagnaskemmtun. Samt náði það orð ekki heldur yfir það sem þarna fór fram. Galdur eða gjörningur var kannski besta orðið. Alla vega hittu þeir félagar þarna á tón sem var tær og sérstakur - þarna fór í gang framvinda í tónum og tali sem líður þeim er þarna komu seint úr minni. Við þurftum því miður að hætta sýningum allt of snemma - KK fór til Kína að taka upp ferðalög með Magga Eiríks og Einar fór til Þýskalands að kynna og lesa úr nýrri þýskri þýðingu á bókinni sinni STORMI.

Fyrir þá sem ætluðu endilega að sjá þá félaga en misstu af verður aukasýning 10. nóv. kl. 17. Þetta er laugardagur og tilvalið að panta sér borð í Landnámssetir og borða á eftir.


Ekki dugar þetta

Bloggfærslur mína hafa ekki verið í réttu hlutfalli við það sem er um að vera í Landnámssetri. En nú dugar þetta ekki lengur það heimsótti einn bloggsíðuna okkar í gær - sennilega ég sjálf. En það er mikið að gerast og heilmikið í fréttum - núna td sem þessi orð eru skrifuð er hópur frá lögfræðiskrifstofu í Reykjavík að þreyta rakleik þeirra Skallagríms og Brákar. Þetta er frábærlega skemmtilegur leikur sem fer um einhverja dæmalausustu söguslóð Íslendingasagnanna. Þetta er leiðin sem Þorgerður Brák flúði niður í gegnum núverandi Borgarnesbæ undan Skalla-Grími eftir knattleikinn fræga. Ambáttin Brák bjargaði þar með lífi Egils Skalla-Grímssonar barnsins sem hún tók að sér að fóstra en lét sitt eigið líf.

FYRSTA KVENHETJA ÍSLANDSSÖGUNNAR. Þessi leið liggur úr Sandvík, innarlega á Borgarnesi og niður að Brákarsundi. Leiðin er u.þ.b. hálftíma löng ef maður þekkir hana og gengur án tafa á leiðinni.

Ratleikurinn gengur út á að skipta hópnum í tvennt í dag eru stelpurnar í Brákarliði og strákarnir í Skallagrímsliði og hvor hópur um sig verður að finna sex "fjársjóði" á leiðinni og leysa ýmiskonar þrautir og fyrir allt fást stig. Það lið vinnur ratleikinn sem verður á undan niður að
Brákarsundi og/eða vinnur flest stig. Léttar spurningar við hvern fjársjóðs-stoppustað gefa líka stig.

 Í dag er dembandi rigning og það var það líka þegar Skipulagsstofnun fór í ratleikinn og við tókum þessa mynd.Copy of Ratleikur 020


Góðgerðarkvöldverður 18. september

images[4]Þriðjudaginn 18. september kl 19 efnir Ingibjörg Ingadóttir, kennari til griskrar veislu í Landnámssetri til stuðnings baráttunni gegn brjóstakrabba. Ingibjörg sem búið hefur 7 ár í Grikklandi mun elda dýrindis saltfiskrétt að hætti Grikkja - verð er kr. 3500 og rennur allur ágóði til baráttunnar. Allir gefa aðstöðu og vinnu og þó málefnið sé alvarlegt ætlum við að skemmta okkur við söng glens og gaman. Mikill áhugi er á þessu kvöldi og því betra að panta borð í síma 437 1600

Umsagnir um Mr. Skallagrímsson

Hér fyrir neðan er hægt að lesa nokkrar umsagnir gagnrýnenda og leikhúsgesta um leiksýningna Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson. 
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Mr. Skallagrímsson á leið til Stokkhólms og Kaupmannahafnar

no 1Leikritið Mr. Skallagrímsson eftir Benedkit Erlingsson verður sýnt í Peró leikhúsinu í Stokkhólmi og á Íslandsbryggju í lok október og 1. nóvember. Tvær sýningar verða í Stokkhólmi þann 26. og 27. október og í Kaupmannahöfn 31. október og 1. nóvember. Sýningin er leikin á Íslensku og tilvalið fyrir Íslendinga búsetta á svæðinu á sjá þetta framúskarandi verk sem hlotið hefur bæði verðlaun og lof gagnrýnendia og áhorfenda.

Veitingahús Landnámsseturs vinsælt í hádeginu

Solla himneskt 012Í Landnámssetri er boðið uppá góðan og hollan mat í hádeginu sem alltaf stendur saman af heitum rétti, salötum ferskum, hrísgjóna, kús kús eða kartöflu - heitri súpu og nýbökuðu brauði. Gerður hefur verið samningur við Menntaskóla Borgarness sem gefur bæði nemendum og kennurum kost á að borða í Landnámssetri alla vega til áramóta þegar Menntaskólinn flytur í nýtt húsnæði.

 Þetta er okkur sönn ánægja og við bjóðum bæði nemendur og kennara velkomna.

 

Myndin hér á síðunni var reyndar tekin í vor þegar Solla kom og kynnti sína himnesku matreiðslu og kenndi okkur ýmsar einfaldar leiðir til að gera hollan mat. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Landnámssetur Íslands ehf

Höfundur

Landnámssetur Íslands ehf
Landnámssetur  Íslands ehf
Landnámssetur er í Borgarnesi. Þar er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu eins og leiksýningar, sýningar um landnámið og Egils sögu. Þar er einnig starfrækt gott veitingahús með ókeypis nettengingu sem opið er alla daga til kl. 17 og lengur frameftir um helgar. Í Landnámssetri er líka falleg gjafavöruverslun með úrvali óvenjulegra gjafa flesta eftir íslenska hönnuði.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • BRÁK,JÓL OG ÁRAMÓT 098
  • plaggat
  • Frá frumsýningu
  • ...frumsyningu
  • Brák netútgáfa

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband